Fréttir

Lokaákall um aðgang að ökutækjagögnum í Evrópu

Í dag halda fulltrúar bíleigenda- og neytendasamtaka í samvinnu við samtök fyrirtækja innan bílgreina- og samgöngugeirans í Evrópu blaðamannafund og krefjast aðgangs að gögnum sem safnað er miðlægt frá ökutækjum. Þetta er lokaákall til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, um sértæka löggjöf sem tryggir aðgang að ökutækjagögnum.

Wuling Bingo EV fyrirferðarlítill og snotur

Það er lítið framboð af litlum og ódýrum rafbílum á markaðnum í dag en á því gætu orðið breytingar á komandi misserum. Kínverski samstarfsaðili GM, Wuling, kynnti í dag nýjan og spennandi lítinn rafbíl á bílasýningunni í Sjanghæ. Wuling er í eigu kínverska bílaframleiðandans SAIC Motor (50,1%), og GM (44%).

Bann við sölu bensín- og dísilbíla tekur gildi í Evrópusambandinu árið 2035

Stjórnvöld i Þýskalandi hafa eftir langar og strangar viðræður við Evrópusambandið loksins komist að samkomulagi um bann við sölu á bensínbílum í sambandinu árið 2035.

Fjármálaráðherra hugnast vel tillögur FÍB

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að tillögur Félags íslenskra bifreiðaeigenda um kílómetragjald á bifreiðaeigendur í samræmi við þá vinnu sem stendur yfir í fjármálaráðuneytinu. Hann hugnist vel tillögur FÍB um breytingar á gjaldtöku af bifreiðaeigendum.

Formaður samgöngunefndar fagnar tillögu FÍB um kílómetragjald

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar, tek­ur vel í til­lögu Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB) um kíló­metra­gjald. Hann seg­ir að gjaldið sé góður grunn­ur að fjár­mögn­un vega­kerf­is­ins. Han segist fagna fagna því að bif­reiðaeig­end­ur komi með svona til­lögu og hugsi í lausn­um. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli hans í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

FÍB kynnir formúlu fyrir kílómetragjald á notkun ökutækja

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, leggur til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með kílómetragjaldi myndu rafmagnsbílar byrja að borga fyrir afnot af vegakerfinu. Kílómetragjald gerir ríkinu kleift að hætta við áform um afar óhagkvæma innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Þetta kom fram á kynningarfundi sem FÍB efndi til með blaða- og fréttamönnum sem haldinn var í húsakynnum félagsins í morgun.

Hyundai IONIQ 6 í úrslitum í þremur flokkum World Car Awards

Hyundai IONIQ 6, sem kynntur verður hér á landi í sumar, keppir nú til úrslita í þremur flokkum í heimsmeistarakeppninni um titilinn Heimsbíll ársins 2023.

Stefna að nýju stafrænu evrópsku ökuskírteini

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í byrjun mars fram tillögur um að einfalda viðurkenningu ökuskírteina á milli aðildarríkjanna með innleiðingu stafræns ökuskírteinis og um frekari samhæfingu umferðarreglna.

Reglugerð um leigubifreiðaakstur kynnt í samráðsgátt

Drög að reglugerð um leigubifreiðaakstur hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Samkomulag um að uppfæra samgöngusáttmálann

Ríkið og sex sveitarfélög sem standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hafa ákveðið að hefja undirbúning að því að uppfæra sáttmálann og gera viðauka við hann.