Fréttir

Tækifæri fyrir Ísland og sjálfakandi bíla

Í síðasta FÍB blaði var áhugvert og ítarlegt viðtal við Anders Eugensson sérfræðing og stjórnanda í öryggis- og þróunarmálum hjá bílaframleiðandanum Volvo. Í viðtalinu var farið yfir framtíð sjálfkeyrandi bíla og þróun öryggismála i samgöngum. Fram kom að miklar breytingar eru framundan varðandi þróun ökutækja og í aksturstækni. Þessar breytingar munu leiða af sér nýjar lausnir og nýja hugsun í samgöngum á landi.

Meðalaldur bifreiða lækkar lítillega á milli ára

Meðalaldur bifreiða á skrá árið 2017 var 12,03 ár en ári 2016 var meðalaldurinn 12,5. Hann lækkar því lítillega á milli ára en íslenski bílaflotinn er gamall í alþjóðlegum samanburði af því fram kemur í Árbók bílgreina 2018. Meðalaldur annarra bifreiða (hóp, sendi- og vörubifreiða var 13,27 ár.

Hægri umferð á Íslandi í 50 ár – tímamótanna minnst á Skúlagötunni

Athöfn fór fram fyrir framan Skúlagötu 4 (Sjávarútvegshúsið) í morgun og þess minnst að einmitt þar var fyrst ekið, með formlegum hætti, af vinstri akrein yfir á þá hægri snemma að morgni 26. maí 1968, á H-deginum svokallaða.

Bílaframleiðendur hafa áhyggjur af kóbaltskorti

Gríðarleg aukning hefur orðið í sölu á rafbílum í Asíu á síðustu árum og þá alveg sérstaklega í Kína. Stjórnvöld leggja hart að almenningi að kaupa vistvæna bíla til að sporna við mengun sem er ein sú mesta í heiminum þar um slóðir. Almenningur í Kína hefur tekið vel við sér og rafbílar seljast sem aldrei fyrr.

Hekla innkallar Volkswagen Polo

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um innkallanir á 140 Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2018.

Skynjarar sem stjórna neyðarhemlun bílsins voru ekki í gangi

Það vakti töluverða umræðu þegar sjálfkeyrandi bifreið ók á gangandi vegfaranda í Arizona í Bandaríkjunum í mars sl. með þeim afleiðingum að 49 ára gömul kona lést. Um var að ræða fyrsta banaslysið þar sem sjálfkeyrandi bíll veldur banaslysi en umrædd bifreið var frá akstursþjónustu Uber. Konan var að reiða hjól við gangbraut þegar slysið varð.

Hröð þróun í framleiðslu rafhlaðna mun auka drægi rafbíla til muna

Venjulegur rafmagnsbíll losar helmingi minna af gróðurhúsalofttegundum heldur en eldneytisknúin bíll. Ennfremur í þeim löndum þar sem rafmagnsframleiðsla er mjög vistvæn og sjálfbær eins og t.d. Noregi og Íslandi er munurinn á milli rafmagnsbíla og eldsneytisknúninna bíla enn meiri þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda.

50 ár frá því skipt var í hægri umferð á Íslandi

Í dag, 26. maí, eru liðin 50 ár frá því að hægri umferð var tekin upp á Íslandi. Það var að morgni 26. maí árið 1968 sem skipt var yfir í hægri umferð og að baki lá mikill undirbúningur og þrotlaus vinna margra aðila.

1.200 rafbílar nýskráðir frá áramótum

Nýskráningum rafmagnsbíla það sem af er árinu 2018 hefur fjölgað um meira en helming frá sama tímabili 2017. Samkvæmt upplýsingum á vef Orkuseturs var 781 rafbíll tekinn á skrá fimm fyrstu mánuði 2017. Frá byrjun árs 2018 eru þeir hinsvegar orðnir 1.200. Fjölgunin er 54%.

Rafbíladagur Iðunnar

IÐAN fræðslusetur stendur fyrir kynningu á raf- og blendingsbílum á rafbíladegi IÐUNNAR að Vatnagörðum 20 laugardaginn 26. maí kl. 10:00 - 16:00.