Fréttir

Hvert fara allir þeir peningar sem innheimtir eru af bifreiðaeigendum?

Í áhugaveðri aðsendri grein til Stundarinnar fjallar Sigríður Arna Arnþórsdóttir, landfræðingur, um vegtolla. Í upphafi greinarinnar segir greinarhöfundur. Vegtollar! Hið ætlaða samþykki þjóðarinnar sem ráðamenn gera ráð fyrir er bara alls ekki til staðar. Þeir þingmenn og sú stjórn sem nú sitja við völd voru ekki kosin af þjóðinni til að fjölga hér skattstofnum og innheimtuleiðum. Það er mikill misskilningur að svo sé og því þarf að hvetja stjórnvöld til að snúa sér að öðrum leiðum til fjáröflunar.

Langur vegur fram undan þrátt fyrir afgreiðslu samgöngunefndar

Samgönguáætlun með breytingartillögum meirihlutans var afgreidd í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem samgönguráðherra er meðal annars gert að útfæra veggjöld vegna framkvæmda á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið.

Forstjóri Vegagerðarinnar er á villigötum

Hinn nýi forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, talar fyrir því að auka enn frekar álögur á bíla og umferð. Í viðtali á Rás 2 þann 24. janúar lýsti hún sig hlynnta vegtollum til að fjármagna nauðsynlegar endurbætur á vegakerfinu, sem hún sagði sprungið.

Mitsubishi Outlander vinsælasti bíllinn á Íslandi en Toyota vinsælasti framleiðandinn 2018

Samgöngustofa hefur tekið saman gögn um nýskráningu 20 mest seldu nýju fólksbílanna eftir undirtegundum árið 2018. Um er að ræða nýskráningar sem falla ekki undir notkunarflokkinn ,,ökutækjaleiga”. Mitsubishi Outlander var lang vinsælasti bíllinn með 778 nýskráningar. Toyota RAV4 var í öðru sæti með 354 nýskráningar og Volkswagen Golf númer þrjú með 346 nýskráningar. Toyota Land Cruiser naut mikilla vinsælda með 345 nýskráningar og Nissan Leaf fór einnig yfir 300 bíla markið með 323 nýskráningar. Röð 20 vinsælustu fólksbílanna má sjá í töflu 1 hér undir.

Peugeot 208 mest seldi bíllinn í Danmörku

Peugeot 208 var mest seldi bíllinn í Danmörku 2018 en alls seldust 8.776 bifreiðar af þessari tegund. Annar mest seldi bíllinn var Nissan Qashqai, alls 7.638 bifreiðar, og 6.145 bifreiðar af Volkswagen Golf seldust sem kom í þriðja sætinu. Í sætum þar á eftir komu VW Polo, Citroen C3, Toyota Yaris, VW Up og Renault Clio.

Hekla innkallar Volkswagen

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um að innkalla þurfi 20 Volkswagen Golf og Volkswagen T-Roc bifreiðar sem framleiddar voru á árið maí til ágúst 2018 . Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að suða fyrir höfuðpúðafestingar í aftursæti séu ekki eins og hún á að vera.

Dacia eykur markaðshlutdeild sína í Evrópu

Árið 2018 var sérlega hagstætt bílaframleiðandanum Dacia, sem seldi alls 700.798 bíla á mörkuðum heimsins, 7% fleiri en 2017. Sölumet var sett á Evrópumarkaði, þar sem 10,3% aukning varð á árinu og 511.622 bílar nýskráðir.

Vegamálastjóri - gestirnir okkar taki þá þátt í því að fjármagna vegakerfið

FÍB hefur fengið sterk viðbrögð frá félagsmönnum í kjölfar viðtalsins við vegamálastjóra í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Það vekur athygli að forstjóri ríkistofnunar leggi til nýja skatta á íslenska vegfarendur vegna aukins álgas frá erlendum ferðamönnum.Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segist hlynnt því að teknir verði upp vegtollar eða veggjöld. Hún segir vegakerfið sprungið enda sé það byggt upp fyrir fámenna þjóð en við það bætist svo tvær og hálf milljón ferðamanna.

Meirihluti landsmanna andvígur hugmyndum um veggjöld

Meirihluti landsmanna, eða 56,1% aðspurðra, er frekar eða mjög andvígur hugmyndum um veggjöld verði innheimt til að fjármagna uppbyggingu helstu stofnleiða samgöngukerfisins samkvæmt könnun sem Zenter gerði að beiðni Fréttablaðsins. Einn af hverjum þremur er frekar eða mjög hlynntur slíkum hugmyndum.

Flestir telja farsímanotkun hættulega

Í viðhorfskönnun sem Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs kemur fram að svarendur telja hverskonar notkun farsíma á meðan á akstri stendur hættulega. Í könnuninni kemur einnig fram að 53% aðspurðra telja sig sem ökumenn verða fyrir mestri truflun í umferðinni af völdum farsímanotkunar annarra ökumanna. Þótt allir aðspurðir segi það hættulegt að skrifa skilaboð á farsíma á meðan á akstri stendur viðurkenna um 25% að þeir viðhafi slíka hegðun. Það er þó gleðiefni að þetta eru umtalsvert færri en mældist árið á undan en þá sögðust 33% vera sek um þetta.