28.09.2016
FÍB gagnrýndi á sínum tíma aðdraganda að Vaðlaheiðargöngunum og fékk bágt fyrir það hjá norðlenskum þingmönnum sem sökuðu m.a. félagið og framkvæmdastjóra þess um að leggja fæð á landsbyggðarfólk og sérstaklega þó Akureyringa.
27.09.2016
Hjá yfirvöldum í London er versta dísilreykmengunin ekki lengur rakin til bíla og umferðar fyrst og fremst, heldur til byggingariðnaðar. Mikil þensla er í byggingariðnaðinum þar um þessar mundir og stærsti einstaki hluti dísilmengunarinnar í borginni er rakinn til mikilla byggingaframkvæmda út um alla borg.
27.09.2016
BBC hefur samið við bandaríska leikarann Matt LeBlanc um að hann verði aðalstjórnandi og -kynnir tveggja nýrra raða sem gerðar tvö næstu árin í bílatengdu skemmtiþáttaröðinni TopGear. Matt LeBlanc var einn þeirra sem ráðnir voru að TopGear eftir að Jeremy Clarkson var rekinn og meðstjórnendur hans, þeir James May og Richard Hammond hættu í kjölfar þess
23.09.2016
Kjöri á bíl ársins var lýst í gær af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) og hlaut bíllinn Renault Talisman verðlaunin í ár.
21.09.2016
Það gengur frekar hægt að uppfæra milljónir dísilvéla Volkswagen og koma þeim í löglegt lag – vélarnar sem voru forritaðar með hugbúnaði sem fegraði stórkostlega útblásturs- og mengunargildi vélanna – nema þegar bílarnir voru mengunarmældir inni á verkstæðum og skoðunarstöðvum.
19.09.2016
I dag er nákvæmlega eitt ár síðan dísilhneyksli Volkswagen – oft kallað Dieselgate – komst í hámæli vestur í Bandaríkjunum. Margir áttu erfitt með að trúa því að öflugt bílaframleiðslufyrirtæki hefði markvisst falsað gerðarviðurkenningartölur með því að koma fyrir sérstökum búnaði í bílum í því skyni. En það var einmitt það sem gert var. Hversvegna?
15.09.2016
Í fréttatilkynningu frá Renault segir að ný-uppfærðir Dacia Sandero, Sandero Stepway, Logan og Logan MCV verði sýndir á bílasýningunni í París sem hefst í lok mánaðarins. Breytingarnar lúti bæði að útliti bílanna og innviðum þeirra. Á meðfylgjandi mynd má sjá að útlitsbreytingarnar eru óverulegar og ekkert segir um það í hverju tækniuppfærslurnar felist nema það að í stað peruljósa eru komin LED-ljós.
14.09.2016
Jaguar-Land Rover hefur hafið byggingu nýrrar bílaverksmiðju í Slóvakíu. Í henni stendur til að framleiða nýja línu Landróvera sem byggðir verða úr áli og koma munu í stað gamla Landróversins sem nú er hætt að framleiða. Automotive News greinir frá þessu og hefur eftir forstjóranum; Alexander Wortberg að byggðar verði tvær megingerðir og hvor um sig í mörgum útfærslum.
14.09.2016
Embætti sýslumannsins á Vestfjörðum hefur það aukaverkefni með höndum að leggja á og innheimta vanrækslugjald á þau ökutæki í landinu sem ekki er mætt með til skoðunar innan tiltekins frests. Síðasti tölustafurinn í bílnúmeri venjulegra bíla segir til um í hvaða mánuði ber að mæta með bílinn til skoðunar og tveim mánuðum eftir að sá mánuður er á enda runninn, leggst 15.000 króna vanrækslugjald á bílinn. Sé gjaldið greitt innan mánaðar fæst 50% afsláttur. Annars ekki.
12.09.2016
Lengi hefur verið búist við innrás kínverskra bíla á evrópskan bílamarkað svipaða japönsku innrásinni um og eftir 1970. Af henni hefur ekki orðið ennþá að heitið geti, en það gæti breyst senn.