Fréttir

Líkur benda til þess að umferð um Hringveginn aukist um 8-9%

Umferðin á Hringveginum í maí hefur aldrei verið meiri en í nýliðnum maímánuði. Eigi að síður er hraði aukningarinnar í umferðinni heldur minni nú en áður. Það stefnir í að umferðin í ár geti aukist um 8-9 prósent sem er gríðarlega mikið en slær samt ekki met.

Citroën C3 frumsýndur á Íslandi

Brimborg frumsýnir nýjan Citroën C3 laugardaginn 10. júní milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Citroën hjá Brimborg að Bíldshöfða 8.Vindur breytinga blæs nú í gegnum fjölbreytta bílalínu Citroën. Nýtt útlit Citroën C3 er í takt við nýja strauma í litum og áferð.

Álagningin hjá Costco mun minni en við höfum átt að venjast

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við mbl.is að meðalálagning íslensku olíufélaganna undanfarinna ára á hvern lítra hafa verið um 40 krónur. Þar sem verðið er hins vegar lægst er hún talin vera um 27 krónur.

Krýsuvíkurvegi lokað tímabundið

Í dag, 30. maí, verður Krýsuvíkurvegi lokað tímabundið, milli Rauðhellu og hringtorgs við Hraunhellu / Hringhellu. Merkt hjáleið er um Rauðhellu og Hringhellu á meðan lokun Krýsuvíkurvegar varir (u.þ.b. til 10 júní).

Vinsældir Ford Mustang um allan heim

Ford Mustang er að gera það gott en þessi bílategund sem flestir kannast við var mest seldi sportbíllinn í Evrópu á síðasta ári. Alls seldust yfir 15 þúsund bílar af tegundinni í Evrópu en yfir 150.000 bílar á heimsvísu.

Brýnt að tímaáætlun Reykjavíkurborgar standist

„Fólk er sífellt stoppandi og takandi af stað og það er þegar ökutæki gefa frá sér mest af mengandi efnum,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um mengun á framkvæmdasvæðinu við Miklubraut í samtali við Morgunblaðið um helgina.

Útlit fyrir að hálendisvegir opni mánuði fyrr en venjulega

Mjög snjólétt er á hálendinu og bendir flest til þess að hálendisvegir opni mánuði fyrr en venjulega. Haft er eftir yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni að þetta sé óvenjulegt, og grípa þurfi til ýmissa ráðstafanna þar sem umferð verður um vegina mun lengur en alla jafna. Einhverjir vegir ættu að vera opnaðir í næstu viku. Það kemur fram á www.ruv.is

Sportbílasýning Porsche

Það er fátt sem jafnast á við ferðalag í Porsche á íslenskum sumardegi en Bílabúð Benna ætlar að framkalla þá tilfinningu á Sportbílasýningu Porsche laugardaginn 27. maí. Aðalnúmerið er frumsýning á 718 Cayman.

Costco lækkar lítrann af díselolíu um þrjár krónur

Costco hefur lækkað lítrinn á díselolíu um þrjár krónur. Við opnunina í byrjun vikunnar kostaði lítrinn 164,9 krónur en í dag er verðið 161,9 krónur. Þegar verðið er skoðað hjá íslensku olíufélögunum er lítrinn ódýrastur hjá hjá sérstökum X-stöðvum Orkunnar. Þar kostar hann 170,6 krónur sem er 8,7 krónum hærra en hjá Costco.

Sláandi verðmunur - ódýrast í Costco þegar verð á ákveðnum bílavörum er skoðað

Vöruúrval fyrir bifreiðaeigendur er þó nokkuð í Costco í Kauptúni í Garðabæ en verslunin opnaði sl. mánudag. Sama dag vann FÍB verðkönnun á dekkjum sem vakti mikla athygli en í þeirri athugun kom í ljós að verð á Michelin dekkjum hjá Costco er töluvert ódýrara en almenningi hefur boðist fram að þessu. FÍB heldur verðkönnunni áfram bifreiðaeigendum til leiðbeiningar og upplýsinga og kannar verð á mótorolíum, rafgeymum og á gluggahreini. Sú athugun leiðir í ljós að þessar vörur eru mun ódýrari í Costco en hjá öðrum söluaðilum þegar nákvæmlega sömu vörur eru bornar saman í könnunni.