31.01.2024
Vetrarafbílarannsókn Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, og Motor félagstímaritsins stendur nú sem hæst. Prófanir hófust í morgun og þeim lýkur formlega seinni partinn á fimmtudag og þá ættu endanlegar niðurstöður að liggja fyrir. FÍB er aðili að rannsókninni og aðstoðar við framkvæmdina. NAF rafbílarannsóknin er sú viðamesta í heimunum og er þetta í fimmta sinn sem hún er framkvæmd.
30.01.2024
Einn lést í umferðaslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimajökul nærri Pétursey í gærkvöldi. Það sem af er árinu hafa sex manns látist í fjórum umferðarslysum og hafa aldrei áður látist fleiri í umferðarslysum í janúar. Skár Samgöngustofu ná aftur til ársins 1973. Fimm létust í umferðarslysum í janúarmánuði árið 1977.
29.01.2024
Um áramótin voru felldar úr gildi skattaívilnanir vegna rafbíla. Í staðinn var tekið upp kerfi þar sem veittur er 900.000 kr. styrkur úr Orkusjóði þegar keyptur er rafbíll sem kostar 10 milljónir eða minna.
29.01.2024
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri við og fylgjast vel með á umferdin.is.
26.01.2024
Nýr Mercedes-Benz EQA verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju á morgun laugardag kl 12-16 í sýningarsal Mercedes-Benz að Krókhálsi 11. Á sama tíma verður vetrarsýning Kia haldin að Krókhálsi 13.
25.01.2024
Norska vegaeftirlitð heldur uppi ströngu eftirliti með bílum sem keyra um vegkerfið þar í landi. Á síðasta ári voru skoðaðir yfir 46 þúsund bifreiðar í venjulegu eftirliti og fékk rúmlega helmingur þeirra skriflegan ágalla. Um var að ræða fólksbíla og sendibíla. Yfir sjö þúsund bifreiðar voru teknar úr notkun og hátt í eitt þúsund fyrir vanrækslu.
23.01.2024
Tesla Model Y var mest seldi bíl ársins 2023 í Evrópu. Þetta eru tíðindi fyrir margar sakir en þetta er í fyrsta skipti sem rafmagnsbíll er mest seldi bílinn en ekki bíll sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti.
23.01.2024
Rétt tæplega 93% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu. Hefur kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla verið skráð.
22.01.2024
Sala á nýjum bílum fer rólega af stað á þessu nýja ári. Fjöldi nýskráninga fólksbíla fyrstu þrjár vikur ársins er 31,5% minni samaborið við sama tímabil í fyrra. Nýskráningar það sem af er árinu eru 367 bílar en voru á sama tíma í fyrra 536.Bílar til almennra notkunar er 71,1% en 28% til ökutækjaleikga að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
22.01.2024
Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. Jafnframt á að skoða þær efnislegu ábendingar sem hafa komið fram varðandi fyrirkomulag gjaldskrár.