Fréttir

Cybertruck frumsýndur í Reykjavík í júní

Cybertruck frá Tesla verður til sýnis á völdum stöðum í Evrópu á næstu vikum, og er hér um að ræða Cyber Odyssey ferðalagið. Á Íslandi verður Cybertruck frumsýndur í Tesla, Vatnagörðum 24 frá 28. júní til 30. júní.Upplýsingar um viðkomustaði Cyber Oddyssey ferðalagsins eru aðgengilegar hér.

Vöruflutningabílar verða knúnir vetni

Tímamót í orkuskiptum urðu í gær þegar fimm fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu um að kaupa stóra vöruflutningabíla sem knúnir verða með vetni. Þeir fyrstu verða afhentir að ári.

Hjáleiðir vegna vinnu við ný undirgöng undir Breiðholtsbraut

Vegna vinnu við ný undirgöng undir Breiðholtsbraut við Suðurfell / Jaðarsel verður umferð bíla færð á hjáleið til hliðar við framkvæmdasvæðið. Umferð gangandi færist á hjáleið um gatnamót Breiðholtsbrautar og Jaðarsels.

Breytt gjaldtaka af bílum

Breytt gjaldtaka af bílum er meðal þess sem boðað er í fjármálaáætlun 2025 til 2029. Bíleigendur geta gengið að því nokkuð vísu að þurfa að greiða kílómetragjald frá og með næsta ári, óháð því hvers konar bíl þeir nota.

Fjögur þúsund Tesla Cy­bertruck-pall­bíl­ar innkallaðir

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Um helgina tilkynnti fyrirtækið um uppsagnir á 14 þúsund starfsmönnum vegna erfiðleika í rekstri. Í gær þurfti svo Tesla að innkalla 4.000 Tesla Cybertruck pallbílana sem komu á markað í fyrrahaust.

Bílasala að rétta úr kútnum

Nýskráningum í fólksbílum hefur á síðustu vikum verið að fara upp á við. Enn er þó töluvert í land að bílasalan verði með svipuðum hætti og á sama tíma á síðasta ári. Fjöldi nýskráninga eru orðnar 2.171 en voru á sama tíma í fyrra 4.296 samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.

Neytendastofa fellst á kröfu FÍB að skoða gjaldtöku á bílastæðum

Eins og fram hefur komið óskaði Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, eftir aðgerðum af hálfu Neytendastofu vegna ófremdarástands og græðigisvæðingu við gjaldtöku á bílastæðum. Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, staðfesti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stofnunin hefði fallist á kröfu FÍB að skoða málið.

Tesla á undir högg að sækja

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla á undir högg að sækja um þessar mundir. Um helgina tilkynnti Tesla um verðlækkun á bílum sínum víða um heim. Það er gert til að bregðast við dvínandi sölu og samkeppni í rafbílaiðnaði sem hefur valdið Tesla vandræðum.

Kostnaður við örorkumat bílslysa 3 milljarðar króna á ári

Í umfjöllun FÍB blaðsins um endurskoðun skaðabótalaga kemur fram að kostnaður tryggingafélaganna við að meta örorku af völdum bílslysa er um 3 milljarðar króna á ári.

Rannsóknarboranir vegna Sundabrautar

Jarðtækni­bor­an­ir eru hafn­ar í veg­stæði Sunda­braut­ar. Þær hafa staðið yfir með hlé­um frá því í byrj­un janú­ar. Það er Vegagerðin sem sér um bor­an­irn­ar, bæði á landi og sjó. Borað hef­ur verið á nokkr­um stöðum á Kjal­ar­nesi og í Geld­inga­nesi en ekki eru hafn­ar bor­an­ir í Gufu­nesi. Þess má geta að rann­sókn­ir á hafs­botni hófust fyrir nokkrum vikum.