Fréttir

Nýorkubílar standa enn fyrir meirihluta bílakaupa

Á fyrstu níu mánuðum ársins seldust alls 7268 nýir fólksbílar. Það er um 26,1% færri bílar en á sama tíbili í fyrra. Í septembermánuði einum seldust 1014 nýir fólksbílar sem gerir um 41,8% fleiri bílar en í sama mánuði í fyrra eftir því sem fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Volvo segir upp hundruðum starfamanna

Um mánaðarmótin sagði sænski bílaframleiðandinn Volvo upp 650 starfsmönnum og öðrum 300 til viðbótar um næstu áramót. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins eru ástæður uppsagnanna skipulagbreytingar en fyrirtækið ætlar að leggja meiri áherslu á framleiðslu rafbíla í framtíðinni. Aukin fjárfesting verður lögð í rafbíla og í hug- og vélbúnað þeim tengdum.

Í þessu árferði er brýnt að hækka skilagjald vegna förgunar ökutækja

Að óbreyttu mun færri bílum vera skilað til förgunar í ár en síðustu ár. Samkvæmt áætlun gætu um tíu þúsund bílar komið til meðhöndlunar í ár, en þeir voru 11.635 í fyrra. Skilagjald vegna förgunar ökutækja hefur verið óbreytt í nokkur ár en úrvinnsluskatturinn sem bíleigendur borga árlega hækkaði um 157% í upphafi árs. Nú er lag fyrir stjórnvöld að hækka skilagjald til að örva viðskipti með nýja og nýlega bíla. Aðgerðin ver störf og fjölgar umhverfismildari og öruggari ökutækjum í umferð.

,,Allir vinna” hefur verið framlengt út árið 2021

Fyrir tilstuðlan Bílgreinasambandsins var bílgreinin tekin inn í „Allir vinna“ hjá Skattinum fyrr á árinu, sem gerir það að verkum að frá og með 1. mars síðastliðnum hefur verið hægt að sækja um 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við bílaviðgerðir á fólksbílum. Var þetta afrakstur mikillar vinnu af hálfu Bílgreinasambandsins sem hafði um nokkurt skeið barist fyrir því að bílgreinin yrði hluti af þessu úrræði hins opinbera.

Rafvæðingin fyrr á ferðinni að mati Toyota

Japanski bílaframleiðandinn Toyota er mun bjartsýnni á sölu rafmagnsbíla en upphaflegar spár fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. Á ráðstefnu sem stendur yfir í Peking í Kína þessa dagana kom fram að Toyota gerir ráð fyrir að heildarsala rafmagnsbíla frá fyrirtækinu á heimsvísu verði 5,5 milljónir bíla fyrir árið 2025.

Hekla hf innkallar WV Crafter bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 14 VW Crafter bifreiðar af árgerð 2018. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rúða í afturhurð gæti losnað.

Mercedes-Benz kynnir áætlun um rafvæðingu vörubifreiða

Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka. Þá mun Mercedes-Benz stefna að því að framleiðsla hefjist árið 2024 á eActros LongHaul sem verður langdrægari vöruflutningabíll sem knúin er alfarið áfram af rafmagni með drægni nálægt 500 km.

Verðskrá Isavia á langtímastæðum hækkað um allt að 300% frá 2015

Sé leigurverð á langtímabílastæði við Keflavíkurflugvöll sett í samhengi við leiguverð á fasteignamarkaði er leiguverð við flugvöllinn hærra en meðalleiguverð á þriggja herbergja íbúð í miðbænum í Reykjavíl. Þetta kemur fram í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu. Þar kemur ennfremur fram að hækkanir á verðskrá á langtímabílastæðum hjá Isavia hafa verið allt að 300% frá árinu 2015.

Indverjar styrkja innviði til rafbílaframleiðslu

Indversk stjórnvöld ætla að leggja til 4,6 milljarða dala til fyrirtækja sem vinna að rafbíla- og rafhlöðuframleiðslu. Markmiðið með stuðningi indverskra stjórnvalda er að stuðla að aukinni notkun rafknúinna ökutækja og draga þannig um leið úr notkun jarðeldsneytisbifreiða.

Nýskráningar fólksbíla 7112 það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbíla það sem af er árinu eru orðnar alls 7112 sem er um 27,3% færri skráningar miðið við sama tíma á síðasta ári. 74.5% er til almennra notkunar og 24,7% til bílaleiga.