Fréttir

Eldsneyti dýrast á Íslandi

Samkvæmt samanburði á verðlagningu á bensíni og dísilolíu í 30 löndum njótum við Íslendingar þess vafasama heiðurs að vera þar á toppnum. Íslenskir neytendur borga hæsta verðið fyrir eldsneytið.

Upphitun fyrir heimsmeistarakeppni rafbíla í nákvæmnisakstri.

Morgunverðarfundur verður haldinn fimmtudaginn 22. ágúst í tengslum við meistarakeppni FIA 2019 í nákvæmnisakstri rafbíla.

Innheimta vegtolla til og frá höfuðborginni gæti hafist 2023

Samgönguráðherra boðar innheimtu vegtolla til og frá höfuðborginni þegar á árunum 2023 til 2024 sem er algjör stefnubreyting frá yfirlýsingum formanns Framsóknarflokksins í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga í október 2017. Þetta gengur einnig þvert á vilja meirihluta landsmanna samkvæmt ítrekuðum skoðanakönnunum og undirskriftasöfnunum á liðnum árum.

Gríðarleg aukning í sölu rafbíla í Kína

Sala á raf- og tvinnbílum í Kína hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Á árunum 2013-2017 jókst salan á þeim gríðarlega eða um 2000%. Þessi gífurlega aukning er rakin til aðgerða kínverska yfirvalda sem hvatt hafa þá sem eru í bílahugleiðingum að íhuga alvarlega kaup á raf- og tvinnbílum af umhverfissjónarmiðum.

Hæsta endurkrafan 5,5 milljónir

End­ur­kröfu­nefnd samþykkti á síðasta ári í 134 mál­um af 149 að vá­trygg­inga­fé­lög ættu end­ur­kröfu­rétt á hend­ur tjón­völd­um sem höfðu valdið tjóni „af ásetn­ingi eða stór­kost­legu gá­leysi,“ eins og það er orðað í um­ferðarlög­um.

Mikill uppgangur hjá Volvo

Velgengni sænska bílaframleiðandans Volvo heldur áfram en núna liggur fyrir uppgjör fyrirtækisins fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs. Veltan á fyrri helmingi ársins nam 130 milljörðum sænskra króna og hefur aldrei verið meiri. Alls seldi Volvo rúmlega 340 þúsund bíla á þessum tíma sem er aukning um 7.3% frá fyrra ári.

Askja innkallar Kia Optima

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 11 Kia Optima bifreiðar af árgerðum 2019 og 2020. Ástæða innköllunarinnar er að hugbúnaðarvilla í MFC myndavél sem getur valdið truflunum á öryggisbúnaði bifreiðanna.

Nýtt öryggiskerfi í Subaru fær viðurkenningu

Samband kanadískra bílablaðamanna, AJAC, útnefndi nú í sumar nýjan öryggisbúnað í Subaru Forester sem bestu nýsköpun ársins á öryggissviði (Best Safety Innovation for 2019). Búnaðurinn nefnist „Subaru DriverFocus Distraction Mitigation System“ og er ætlaður til að auðvelda ökumanni að takast á við ýmsar truflanir sem fylgja akstri og einnig til að vekja athygli hans skynji búnaðurinn þreytumerki í fari ökumanns til að draga úr líkum á óhappi.

Meðalaldur fólksbílaflotans er rúmlega 12 ár

Bílafloti landsins hefur yngst undanfarin ár, eða allt þar til á síðasta ári. Undir lok ársins 2018 var meðalaldur fólksbílaflotans 12,4 ár, þá er miðað við alla skráða fólksbíla, hvort sem þeir eru í notkun eða ekki.

Eftirlit um verslunarmannahelgina

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með töluvert eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Áherslan í sumar hefur m.a. verið á eftirlit með hraðakstri, notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar, ferðavögnum/eftirvögnum og hættulegum framúrakstri.