Fréttir

FÍB Aðstoð þjónustar vegaaðstoð Toyota, Lexus og BNB

Frá og með 1. júlí mun Toyota á Íslandi bjóða viðskiptavinum Toyota, Lexus og Betri notaðra Bíla vegaaðstoð í 12 mánuði. Toyota á Íslandi og Félag íslenskra bifreiðaeigenda hafa undirritað samstarfssamning. Samningurinn felur í sér að umráðamenn nýrra Toyota og Lexus bíla sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi og keyptir frá og með í dag hafa aðgang að vegaþjónustu. Sama á við um notaða bíla sem seldir eru undir vörumerkjum Betri notaðra bíla (BNB) og KINTO bílaleigubíla.

Bílastæðagjöld á gjaldsvæði 1 í miðborg Reykjavíkur hækka um 40%

Reykja­vík­ur­borg hyggst hækka bíla­stæðagjöld á gjaldsvæði 1 um 40% í miðborg Reykja­vík­ur. Þá verður tími gjald­töku lengd­ur frá 18 til 21 á virk­um dög­um og laug­ar­dög­um. Eins verður tek­in upp gjald­skylda á sunnu­dög­um á gjaldsvæðum 1 og 2.

Ferðum landsmanna í umferðinni fækkar samkvæmt nýrri ferðavenjukönnun

Daglegum ferðum landsmanna í umferðinni fækkar talsvert um land allt samkvæmt nýrri könnun á ferðavenjum Íslendinga sem framkvæmd í lok árs 2022. Daglegar ferðir á mann voru 3,2 að meðaltali á landsvísu eru voru 3,7 árið 2019 þegar síðasta könnun var gerð. Ferðum fækkar í öllum landshlutum og hjá flestum aldurshópum, nema börnum yngri en 17 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðarráðuneytinu.

Askja tekur næstu skref í átt að stafrænum bílakaupum

Bílaumboðið Askja hefur sett nýjan rafrænan sýningarsal í loftið. Sýningarsalurinn er sá fyrsti á Íslandi sem býður upp á valmöguleikann að klára bílakaup á vefnum.

Stafrænt ökunámsferli fer vel af stað

Notkun á stafrænu ökunámsferli hefur farið vel af stað. Markmiðið með verkefninu er að einfalda ferlið og bæta þjónustu svo um munar.

Ný útgáfa af rafbílnum MG4 komin í sölu

L við Sævarhöfða hefur fengið í sölu nýja útgáfu af rafbílnum MG4, sem ber gerðarheitið MG4 Standard Range og er með 51 kWh rafhlöðu og 350 km drægni. MG4 Standard Range er á sérlega hagstæðu verði eða á 4.490 þúsundir króna sem er eitt lægsta verðið í þessum stærðarflokki á rafbílamarkaði hérlendis. Reynsluakstursbílar eru þegar til taks fyrir áhugasama við Sævarhöfða.

Eigendur Citroën C4 í Bretlandi eru ánægðastir bílaeigenda

Eigendur Citroën C4 bíla í Bretlandi eru ánægðastir allra bílaeigenda árið 2023. Þetta kemur fram í árlegri könnun í Bretlandi sem birtir niðurstöður fyrir notendaupplifun á 75 bílategundum.

Tesla opnar útibú á Akureyri

Útibú bílaframleiðandans Tesla verður opnað á Akureyri í lok árs 2024 eða byrjun árs 2025. Útibúið verði við Baldursnes, í nýbyggingu sem reist verður á lóðinni sunnan við BYKO.

Samningur vegna tvöföldun Reykjanesbrautar

Vegagerðin og Hafnarfjarðarbær hafa undirritað samning um kostnaðarskiptingu vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns að því er fram kemur í tilkynningu.

Umgjörð um almennt ökunám orðin stafræn

Umgjörð almenns ökunáms (B-réttinda) er nú orðin stafræn. Allir ferlar sem ökunemar, ökukennarar og ökuskólar nýta vegna námsins eru orðnir stafrænir og pappír heyrir því að mestu sögunni til. Markmiðið með verkefninu er að einfalda ökunámsferlið, bæta þjónustu og fækka snertiflötum milli stofnana.