Fréttir

Svampþvottur fyrir jólin

Margir vilja hafa heimilisbílinn hreinan yfir hátíðarnar. Sumir hafa ekki inniaðstöðu til að þrífa bílinn og í vetrarveðri er erfitt að þvo undir berum himni. Mikið er að gera hjá þvottastöðvum á þessum árstíma. Hér undir er smá samantekt um kostnað við svampþvott á þremur þvottastöðvum.

Álag og stóraukin umferð

Einkennileg þröngsýni og aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar. Fyrir liggur fjárveiting frá ríkinu um byggingu mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Gatnamótin eru á þjóðvegi í þéttbýli þannig að Vegagerðin ber ábyrgð á framkvæmdinni og kostnaði. Nú vill svo einkennilega til að borgaryfirvöld í Reykjavík vilja ekki framkvæmdina og veita ekki framkvæmdaleyfi.

Bílaskattar hækka um áramót

Hækkun eldsneytisgjalda ætti að skila ríkissjóði auknum tekjum upp á um 1,6 til 1,7 milljarða króna árið 2017. Einnig stendur til að hækka svokallað bifreiðagjald, sem er lagt á bíla miðað við losun á CO2 og innheimt með tveimur greiðslum árlega um 4,7%. Hækkun bifreiðagjaldsins á að skila ríkissjóði um 350 m.kr. í auknar tekjur. Samtals er þetta skattahækkun um ríflega 2 milljarða króna á milli ára. Aðeins hluti þessara skatta og gjalda rennur til uppbyggingar vega.

Prius, Ioniq og Tiguan öruggastir 2016

Euro NCAP hefur birt frétt um þá þrjá bíla sem best hafa komið út í árekstrarprófunum ársins, hver í sínum stærðarflokki. Hyundai Ioniq er bestur minni fjölskyldubíla,Toyota Prius bestur þeirra stærri og VW Tiugan bestur minni jepplinga

Lagfæringar á VW dísilvélunum virðast duga

Hið þýska systurfélag FÍB; ADAC, er fyrsti óháði aðilinn í Evrópu sem hefur tekið út lagfæringu og uppfærslu Volkswagen á 1,2 l dísilvélinni – þeirri sem er í VW Polo. ADAC mældi VW Polo 1,2 TDI bæði fyrir og eftir viðgerð. Niðurstaðan er sú að viðgerðin sé fullnægjandi og án óæskilegra áhrifa á afl og eyðslu. Eftir hana minnkaði losun NOx (níturoxíða) um 22 prósent en afköst og eldsneytiseyðsla breyttist nánast ekkert

Færri týna bílum sínum í jólastressinu

Þeim Svíum sem týna bílunum sínum í jólainnkaupunum og jólastressinu – gleyma hvar þeir lögðu þeim eða jafnvel gleyma því að þeir fóru að heiman frá sér á bílnum - fer fækkandi ár frá ári.

Hinn langdrægi Opel Ampera-e mun ódýrari en vænst var

GM hefur gefið út verðlista í Noregi yfir nýja rafbílinn Opel Ampera-e sem kemur verulega á óvart. Bíllinn, sem er einn langdrægasti rafbíllinn til þessa mun kosta með 60 kílóWatta rafgeymum (allt að 500 km drægi) og öllum fullkomnasta búnaði tæplega 3,9 milljónir ísl kr. Það er tæpum 400 þ. ísl. kr. lægra en búist var við. Fastlega er búist við verðstríði á markaði nýrra rafbíla í Noregi á nýju ári.

Waymo - sjálfkeyrslumerki Google

Ekki er langt síðan Google lagði á hilluna áætlanir um eigin framleiðslu sjálfakandi bíla heldur á þróun hug- og vélbúnaðar fyrir sjálfakandi bíla almennt. Nú berast fregnir frá Google um stóraukna áherslu á þróun og framleiðslu slíks búnaðar og að eigin bílaframleiðsla sé alls ekkert útilokuð.

40 ára saga ralls á Íslandi í kvikmynd

Sl. laugardag, þann 10. des. var frumsýnd í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík heimildamynd um 40 ára sögu rallsins á Íslandi eftir Braga Þórðarson. Í myndinni er rakin sagan allt frá fyrsta rallinu á Íslandi í myndum og máli.

ABS hemlalæsivörn mótorhjóla lögfest í EES frá áramótunum

Allt bendir til þess að nýjar Evrópureglur um hemla mótorhjóla taki gildi um næstu áramót. Í þeim felst það að flestöll mótorhjól með stærri vél en 125 rúmsm sem nýskráð verða eftir 1. Janúar 2017 verða að vera búin læsivörðum (ABS) hemlum.