Fréttir

Skrifa undir sáttmála um samstarf gegn misnotkun og hatursorðræðu á netinu

FIA alþjóða samtök bifreiðaeigenda, FIA, og Alþjóða mótorhjólasambandið, FIM, undirrituðu um helgina sáttmála um samstarf í íþróttum sem hluti af alþjóðlegu bandalagi til að vinna gegn misnotkun og hatursorðræðu á netinu í íþróttum. Herferðin byggir á umfangsmikilli rannsóknaráætlun með sex alþjóðlegum styrkjum.

Verksamningur um þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar

Undirritaður hefur verið verksamningur sem snýst um þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Um er að ræða nýbygginu vegar á um 1,9 km kafla, auk þess sem byggð verða brúarmannvirki og undirgöng. Undirbúningur hefst strax í þessari viku og búist er við að framkvæmdir hefjist um miðjan ágúst.

Grindavíkurvegi verður lokað til norðurs vegna framkvæmda

Fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. júlí á milli kl. 05.00 og 17.00 er stefnt á að malbika báðar akreinar á Grindavíkurvegi. Verður lokað til norðurs við Nesveg báða daganna og umferð til Grindavíkur frá Reykjanesbraut verður beint á þá akrein sem ekki er verið að vinna á.

Fyrsti rafknúni vörubíllinn frá Mercedes-Benz kominn til landsins

Sleggjan, sem er systurfélag Bílaumboðsins Öskju, hefur hafið sölu á rafmögnuðum eActros. Með eActros tekur Mercedes-Benz stórt stökk fram á sviði sjálfbærra flutninga og undirstrikar skuldbindingar sínar til umhverfisins.

Vegagerðin - tækifæri með bættum tækjabúnaði

Töluverð endurnýjun verður á tækjakosti stoðdeildar mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar í sumar. Til stendur að fjárfesta í nýju falllóði, umferðargreini, jarðsjár- og landmælingadróna og borvagni auk þess sem tæki á rannsóknarstofu Vegagerðarinnar verða endurnýjuð.

Krafa hvílir á seljendum að veita neytendum allar nauðsynlegar upplýsingar

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur kvartað á opinberum vettvangi yfir innleiðingu E10-bensínblöndunnar. Í umfjöllun á fib.is í síðustu viku gagnrýndi Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, það að enginn aðdragandi var að þessum breytingum á vöruvali né upplýsingum frá söluaðilum til almennings.

Tvíbreið brú yfir Stóru-Laxá í Hreppum eflir öryggi

Vígsla á tvíbreiðri brú yfir Storu Laxá í Hreppum er mikill áfangi í auknu öryggi og fækkar slysum í umferðinni. Brúin tengir saman tvö sveitarfélög, Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Hrunamannahrepp. Stefnt er að því að gamla brúin fái nýtt hlutverk og verði útbúin sérstaklega fyrir gangandi, hjólandi og vegfarendur á hestum.

Lítilsvirðing við neytendur

Íslensku olíufélögin eru aðlöguð fákeppni og virðast stundum gleyma grunngildum góðra viðskipta um virðingu og þjónustulund gagnvart viðskiptavinum.

Eitruð loftmengun skemmtiferðaskipa

Eitruð loftmengun frá skemmtiferðaskipum við hafnir er er meiri nú en fyrir heimsfaraldur.

Vilja auka samkeppni á eldsneytismarkaði í Bretlandi

Samkeppnis- og markaðseftirlitið í Bretlandi, CMA, sendi í síðustu viku stjórnvöldum tillögur um aðgerðir til að efla samkeppni á eldsneytismarkaði. Ítarleg rannsókn CMA leiddi í ljós að samkeppni í smásölu á bensíni og dísilolíu hefur verið að veikjast umtalsvert frá árinu 2019.