Fréttir

Appelsínugulur besti bílaliturinn?

Mismunandi litir bíla hafa misjöfn áhrif á hversu mikið þeir falla í verði eftir því sem árin líða. Þetta er niðurstaða athugunar sem sagt er frá á bandarískum bílafréttavef. Þar segir að þriggja ára gamlir appelsínugulir bílar haldi best verðgildi sínu. Mest er verðfallið á gull-litum og drapplitum bílum eftir þrjú ár.

Áherslan á ölvunar- og hraðakstur

Í Svíþjóð hefur skipulagi löggæslumála verið breytt þannig að umferðargæsla er ekki lengur alfarið á forræði lögregluembætta einstakra sýslna eða léna, heldur lýtur umferðarlögreglan nú öll einni yfirstjórn. Breytingin hefur kallað á endurskoðun og samræmingu verklags sem á stundum hefur þótt vera breytilegt milli landshluta og -svæða.

Opel Ampera-e sýndur í París

Hreini rafbíllinn Opel Ampera-e verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst undir lok þessa mánaðar. Þessi langdrægi rafmagnsbíll er síðan væntanlegur á almennan markað snemma á næsta ári. Hann er einn 29 nýrra bílagerða sem Opel er á fullu við að demba á markað fram til 2020

Athugasemdum í ársskoðun bíla í Svíþjóð fer fækkandi

Tölulegar upplýsingar sem safnast upp hjá bifreiðaskoðunarstöðvum í Svíþjóð sýna batnandi ástand bílaflotans. Athugasemdum sem skoðunarmenn gera við ástand bílanna fer nefnilega fækkandi ár frá ári. Gera má ráð fyrir svipuðu hér á landi, ekki síst vegna þess að bílaflotinn hefur verið að yngjast og endurnýjun hans nú nálægt því sem telja má eðlilega

Nýr Citroen lúxusbíll senn væntanlegur

Á bílasýningunni í París undir lok septembermánaðar ætlar Citroen að sýna frumgerð nýs lúxusbíls. Bíll þessi nefnist Cxperience og er svona forsmekkur þess sem leysa skal lúxusbílinn C 5 af hólmi þegar þar að kemur.

Áhugaverðir Ladabílar frá Rússlandi

Nú stendur yfir alþjóðlega bílasýningin í Moskvu. Þar gefur að líta ýmsar bílategundir sem sjaldgæfar eru hér, svo sem kínverskar. En merkustu nýjungarnar ef til vill, eru af gamalkunnugri tegund – Lada.

11 gírar og þrjár kúplingar

Honda hefur fengið einkaleyfi á nýjum gírkassa. Hann skiptir sjálfvirkt milli gíra, bæði upp og niður, er 11 gíra og hefur þrjár kúplingar í stað tveggja eins og algengt er um kassa af þessu tagi.

Sjálfkeyrandi leigubílar í almennri umferð

Það bendir ýmislegt til þess að leigubílstjórum heimsins gæti fækkað verulega innan fárra ára. Tæknin leysi þá af hólmi.

Renault Clio sigurvegari í Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu 2016

Hin árlega Sparaksturkeppni FÍB og Atlantsolíu var haldin í gær. Ekið var sem leið lá milli Reykjavíkur og Akureyrar alls um 380 kílómetra. 19 ökutæki tóku þátt að þessu sinni en markmið keppninnar er að aka á sem fæstum eldsneytislítrum við hefðbundnar aðstæður.

Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu verður haldin föstudaginn 26. ágúst 2016 og hefst kl. 9.00.

Leiðin sem ekin verður tekur u.þ.b. 5 klst. - ekið verður frá bensínstöð Atlantsolíu Bíldshöfða og til bensínstöðvar Atlantsolíu Glerártorgi Akureyri(381,6 km) með 30 mínútna stoppi á Gauksmýri(188,8 km) þar er kjarngóð súpa og brauð í boði.