Fréttir

Niðurfelling ívilnunar tekur breytingum um áramótin

Niðurfelling ívilnunar sem tengibílar hafa notið í formi lækkaðs virðisaukaskatts tekur breytingum um áramótin. Ívilnunin í dag er að hámarki að fjórum milljónum króna af bílverði og getur því numið að hámarki 960 þúsundum króna.

Fjórar bílasölur á nýhönnuðu bílasölusvæði

Bílaumboðið Askja - Notaðir bílar, Bílaland, Bílabankinn og Bílamiðstöðin eru óðum að koma sér fyrir á nýju og sameiginlegu bílasölusvæði sem Arkís hefur skipulagt fyrir lóðarhafa milli Hestháls 15 og Krókháls 7 í Reykjavík. Nýja bílasölusvæðið, sem er rúmlega 23 þúsund fermetrar að stærð, var sérstaklega skipulagt fyrir fimm bílasölur og alls um 800 bíla, og er eitt það stærsta sem skipulagt hefur verið fyrir sölu fólks- og sendibíla hérlendis.

Regluverkið í kringum tjónabíla er ófullnægjandi

Regluverkið í kringum tjónabíla er ófullnægjandi. Eigendur slíkra bíla lenda í því að ekki hafi verið gert við bílinn eftir tjónið á tilskilinn hátt og verða því fyrir fjárhagstjóni. Málið er mikið öryggis- og neytendamál. Þetta segja framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og framkvæmdastjóri þjónustusviðs BL. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Morgunblaðisins um þetta mál.

Nýskráningar fólksbifreiða orðnar 12.385 - langflestar í KIA og Toyota

Nýskráningar fólksbifreiða voru orðnar 12.385 út frá tölum sem lágu fyrir 25. desember hjá Bílgreinasambandinu. Fyrir sama tímabil í fyrra voru þær 9.138 og er því aukningin um 35,5%. Bílar til almennra notkunar eru 63,5% og til bílaleiga 35,3%.

Þjónusta Vegagerðarinnar um jól og áramót

Þjónusta Vegagerðarinnar um hátíðirnar verður með nokkuð hefðbundnu sniði.

Renault Kangoo sendibíll ársins 2022

Ný kynslóð af sendibíl Renault Kangoo, sem kemur á markað á næsta ári, hlaut í nóvember alþjóðlega titilinn Sendibíll ársins 2022, eða „The International Van of the Year award (IVOTY)“, sem dómnefnd 24 evrópskra bílablaðamanna valdi.

Fyrsti Xpeng P7 fólksbíllinn afhentur í Noregi

Fyrsti fólksbílinn af gerðinni Xpeng P7 hefur verið afhentur nýjum eigenda í Evrópu. Fyrsti viðskiptavinurinn var Norðmaður og munu fleiri bætast í þennan hóp þar í landi á næstunni enda hefur þessi rafbíll vakið mikla athygli.

ARIYA á markað í Evrópu næsta sumar

Nú er Nissan í stakk búið til að taka enn eitt skrefið fram á við með komu hinnar hreinu rafknúnu ARIYA árið 2022. Afhendingar á ARIYA hefjast í Bretlandi næsta sumar og er verðið frá rúmlega sjö milljónum króna Þetta verður fyrsti Nissan bíllinn sem er með séreignaðri e-4ORCE tækni, fjórhjóladrifskerfi sem getur stjórnað togi á milli fram- og afturhjóla. Hann stjórnar líka afköstum og hemlunarafköstum, skilar mjúkri og stöðugri ferð, dregur úr streitu og eykur sjálfstraust ökumanns.

Þungi framleiðslunnar verður í rafbílum

Bílaframleiðendur um allan heim horfa til framtíðar og er ljóst að þungi framleiðslunnar verður á rafbílum. Japansli bílaframleiðandin Toyota og Volkswagen eru með stór áform á þessu sviði en þetta kom glögglega í ljós í tilkynningu frá þeim á dögunum.

Rannsókn á Procar-málinu lokið og komið til ákærusviðs

Rann­sókn á Procar-málinu er lokið og kom­ið til ákæru­sviðs sem tek­ur ákvörðun um hvort að ákært verði. Þetta staðfest­ir Ólaf­ur Þór Hauks­son Héraðssak­sókn­ari í sam­tali við mbl.is.