24.03.2023
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að tillögur Félags íslenskra bifreiðaeigenda um kílómetragjald á bifreiðaeigendur í samræmi við þá vinnu sem stendur yfir í fjármálaráðuneytinu. Hann hugnist vel tillögur FÍB um breytingar á gjaldtöku af bifreiðaeigendum.
27.03.2023
Stjórnvöld i Þýskalandi hafa eftir langar og strangar viðræður við Evrópusambandið loksins komist að samkomulagi um bann við sölu á bensínbílum í sambandinu árið 2035.
23.03.2023
Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar, tekur vel í tillögu Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) um kílómetragjald. Hann segir að gjaldið sé góður grunnur að fjármögnun vegakerfisins. Han segist fagna fagna því að bifreiðaeigendur komi með svona tillögu og hugsi í lausnum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli hans í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
21.03.2023
Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, leggur til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með kílómetragjaldi myndu rafmagnsbílar byrja að borga fyrir afnot af vegakerfinu. Kílómetragjald gerir ríkinu kleift að hætta við áform um afar óhagkvæma innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Þetta kom fram á kynningarfundi sem FÍB efndi til með blaða- og fréttamönnum sem haldinn var í húsakynnum félagsins í morgun.
20.03.2023
Hyundai IONIQ 6, sem kynntur verður hér á landi í sumar, keppir nú til úrslita í þremur flokkum í heimsmeistarakeppninni um titilinn Heimsbíll ársins 2023.
16.03.2023
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í byrjun mars fram tillögur um að einfalda viðurkenningu ökuskírteina á milli aðildarríkjanna með innleiðingu stafræns ökuskírteinis og um frekari samhæfingu umferðarreglna.
16.03.2023
Drög að reglugerð um leigubifreiðaakstur hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
15.03.2023
Ríkið og sex sveitarfélög sem standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hafa ákveðið að hefja undirbúning að því að uppfæra sáttmálann og gera viðauka við hann.
13.03.2023
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um 12% milli ára frá áramótum. Umferðin í borginni í febrúar jókst einnig um 12% milli ára, mest á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku.
10.03.2023
Bensínlítrinn á Íslandi er 20 krónum yfir lítraverðinu í Noregi þar sem verðið er næst hæst. Íbúar í 6 löndum borga undri 200 krónum fyrir lítrann.