Fréttir

Fyrsta fjölorkustöð landsins tekin í notkun

Olíuverzlun Íslands tók í notkun nýja hraðhleðslustöð í Álfheimum fyrir rafmagnsbíla í dag og verður þjónustustöðin fyrsta fjölorkustöð landsins sem býður upp á rafmagn og metan, auk hefbundins eldsneytis þ.e. bensín og dísil. Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbíla hefur aukist mikið á síðustu árum, samkvæmt upplýsingum frá Orkusetrinu, og notkun hreinna rafbíla hefur einnig aukist jafnt og þétt.

Misræmi milli þess sem sagt hefur verið um veggjöldin og innheimtu

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskar eftir rökstuðningi fyrir fullyrðingu meirihluta samgöngunefndar Alþingis að 100 - 140 króna gjald dugi til þess að standa undir 75,7 milljarða króna fjárfestingu,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann telur augljóst misræmi milli þess sem sagt hefur verið um veggjöldin og innheimtu þeirra og svo þann kostnað sem þeim er ætlað að standa undir. Þetta kemur fram á Facebook-síðu þingmannsins.

Fimmtugustu hlaðan opnuð á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins

Það var sannarlega bjart yfir hópnum sem var mættur að Geysi í Haukadal þegar nýjasta hlaða Orku náttúrunnar var tekin í notkun í dag. Þetta er 50. hlaðan sem ON hefur reist og er þessi búin tveimur hraðhleðslutengjum auk Type 2 hleðslutengis.

Hringvegurinn styttist um 16 km

Hringvegurinn liggur nú um Vaðlaheiðargöng eftir að þau voru opnuð fyrir umferð. Auk þess að losna við farartálmann Víkurskarð velji vegfarendur göngin þá styttist Hringvegurinn um 16 km og að sama skapi leiðin milli Akureyrar og Húsavíkur. Víkurskarð mun þó áfram vera og opið og þjónustað. Göngin verða formlega opnuð 12. janúar nk. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Árgjald FÍB 2019

Á stjórnarfundi í FÍB, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda nýlega, var samþykkt að árgjald félagsins árið 2019 verði kr. 8.220 til að mæta verðlagsþróun á árinu. Árgjaldið milli ára hækkar þannig um 240 kr. frá gjaldinu eins og það var 2018. Hækkunin er minni en hækkun vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Þrátt fyrir hækkunina, sem tekur gildi frá og með 1. janúar, er gjaldið samt sem áður áfram umtalsvert lægra en meðalárgjald sl. 20 ára.

Lækk­un á olíu­verði á heimsvísu skili sér hæg­ar til ís­lenskra neyt­enda

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að freisting til þess að ,,ná í fleiri krónur“ sé líklega ástæða þess að lækkun á olíuverði á heimsvísu skili sér hægar til íslenskra neytenda en ella. Hann segir ennfremur að verðlækkun á heimsmarkaði með olíu u.þ.b. tuttugu krónum í samanborið við 13 krónur hér á landi. Þetta kemur fram á mbl.is.

Meiri háttar breytingar á fjármögnun samgöngukerfisins

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag skrifar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, um veggjöld. Í upphafi greinarinnar segir Björn Leví að áður en Alþingi fór í frí yfir jól og áramót voru smádeilur um afdrif samgönguáætlunar. Stjórnarmeirihlutinn vildi drífa samgönguáætlun í gegn sem hefði svo sem alveg getað gengið eftir þar sem búið var að fara yfir málið með mörgum umsagnaraðilum og kíkja í flest horn.

Afar ósáttur við hugmyndir um veggjöld

Hinn landsþekkti tónlistarmaður og ljóðskáld, Bubbi Morthens, er afar ósáttur við hugmyndir þær sem Jón Gunnarsson, formaður samgöngunefndar, kynnti á dögunum sem snúa m.a. að því að sett verði upp vegtollahlið við helstu umferðaræðar sem liggja inn og út úr höfuðborginni.

FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, óttast að innheimtukerfi veggjalda verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta sem þegar eru teknir renna til vegagerðar. Allar kostnaðartölur vanti og FÍB hefur að því áhyggjur að þarna sé verið að búa til nýja skatta ofan á þá 80 milljarða skatta sem lagðir eru árlega á bíleigendur.

Bensín hækkar um áramót vegna skattahækkana

Um næstu áramót mun bensínverð hér á landi hækka um 3,30 krónur á lítra og kemur það til vegna skattahækkana. Þá mun lítrinn af dísilolíu hækka um 3,1 krónur. Þetta kemur fram í útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda.