Fréttir

Ökutækjum á Íslandi fjölgar áfram

Ökutækjum á Íslandi heldur áfram að fjölga. Í árslok 2017 voru skráð ökutæki í landinu 366.888 en á þeim tíma voru 294.482 ökutæki í umferð. Af þessu má sjá voru að meðaltali því fleiri en eitt ökutæki skráð á hvern Íslending 2017.

Ökumenn og vegfarendur virði hraðatakmarkanir

Starfsmenn verktaka og Vegagerðarinnar sem vinna nú að viðhaldi á vegakerfinu eru oft í mikilli hættu við störf sín og jafnvel lífshættu þar sem ökumenn virða ekki hraðatakmarkanir á vinnusvæðum. Nú þegar aukinn kraftur er settur í viðhald vega og umferð hefur aukist gríðarlega þá eykst hættan á alvarlegum slysum að sama skapi.

Hyundai og Audi í samstarf í þróun vetnistækninnar

Hyundai Motor Group í Suður-Kóreu og AUDI AG í Þýskalandi undirrituðu nýlega langtímasamning um sameiginlega vinnu við frekari þróun vetnistækninnar sem orkugjafa í næstu kynslóðum nýrra bíla beggja framleiðenda ásamt Kia, dótturfyrirtækis Hyundai, og Volkswagen, móðurfyrirtækis Audi.

Konur mega keyra í Sádi-Arabíu

Tímamót verða í Sádi-Arabíu í dag en þá mega konur þar í landi loks aka bílum. Áratuga banni verður aflétt og er búist við því að konur í þúsunda vís muni á næstu mánuðum gangast undir bílpróf.

Samgöngukerfið er lífæð landsins

Á Samgönguþingi sem haldið var í gær kom fram að miklar framkvæmdir sem lúta að nýframkvæmdum og viðhaldi blasa við í vegakerfinu á næstu árum. Efnahagshrunið sem varð hér á landi hefði ekki hvað síst komið hvað harðast niður á vegakerfinu en nú væri runninn upp tími til að vinna það upp sem setið hefur á hakanum.

Færanleg skoðunarstöð fer um landið

Aðalskoðun tók á dögunum í notkun nýja og færanlega skoðunarstöð. Af því tilefni var viðskiptavinum boðið í höfuðstöðvar fyrirtækisins í Hafnarfirði þar sem nýja stöðin var til sýnis. Markmiðið með færanlegu skoðunarstöðinni er að Aðalskoðun getur nú þjónustað viðskiptavini enn betur og á mun stærra svæði en áður.

Renault leggur mikla áherslu á framleiðslu rafbíla

Bílaframleiðendur munu á næstu árum leggja mikla áherslu á framleiðslu á rafbíla. Mikil vakning er um allan heim að minnka mengun sem er mikið vandmál í stórborgum heimsins. Renault Group eru með áætlanir um að öll meginstarfsemi þróunar og framleiðslu rafbíla Renault Group verður efld í Frakklandi þar sem samsteypan hyggst fjárfesta fyrir meira en einn milljarð evra á næstu árum í samræmi við áætlun fyrirtækisins, „Drive The Future“.

Engin umferð þegar Ísland spilar á HM

Reikna má með að auðvelt verði að komast leiðar sinnar á vegunum á föstudaginn kemur milli klukkan 15 og 17 þegar Íslendingar og Nígeríumen etja kappi á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Við þessu má búast ef marka má umferðartölur frá síðasta laugardegi milli kl. 13 og 15 þegar leikur Íslands og Argentínu stóð yfir.

Aukin loftmengun veldur áhyggjum

Mikil umræða á Bretlandseyjum síðustu misseri vegna aukinnar loftmengunar hefur ýtt við stjórnvöldum þar í landi sem hyggjast leggja til að notkun bensín- og dísilbifreiða verði takmörkuð frá árinu 2040. Settir verða á stofn sjóðir til að bæjarfélög á Bretlandseyjum geti með auðveldari hætti tekist á við þennan vanda sem stjórnvöld líta orðið mjög alvarlegum augum.

Innköllun á Subaru

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 112 Subaru bifreiðum. Um er að ræða Legacy og Outback af árgerðunum 2004 til 2009 og Impreza af árgerðunum 2008 til 2010.