Fréttir

Sölutölur hafa ekki verið lægri í Evrópu síðan 1985

Nú liggja fyrir sölutölur á bílum í Evrópu fyrir árið 2021 og kemur í ljós að hún hefur ekki verið minni síðan 1985. Í Evrópusambandslöndunum, auk Bretlands, Noregs og Sviss voru nýskráningar alls 11,75 milljónir bíla.

Breyting á innheimtu bifreiðagjalds

Um áramótin tóku gildi breytingar á aðkomu og eftirfylgni faggiltra skoðunarstöðva og Samgöngustofu við innheimtu bifreiðagjalds, samkvæmt breytingum á lögum nr. 39/1988 , um bifreiðagjald, sbr. lög nr. 139/2021 , þannig að innheimtuþáttur bifreiðagjalds verður nú að mestu leyti verkefni innheimtumanna ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu.

Hlutdeild nýorkubíla í janúar 83,3%

Í nýskráningum fólksbifreiða fyrir janúar kemur fram að hlutdeild nýorkubíla vex jafnt og þétt. Í tölum frá Bílgreinasambandinu kemur fram að sala á þeim nam alls 83,3% af heildarsölunni. Hreinir rafbílar tróna í efsta sætinu með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%. Heildarnýskráningar voru 885.

Bílaframleiðsla í Bretlandi ekki minni síðan 1956

Bílaframleiðsla á Bretlandi fór í gegnum miklar hremmingar á síðasta ári og hefur framleiðsla á bílum þar í landi ekki verið minni síðan 1956. Heimsfaraldur og skortur á hálfleiðurum og öðrum íhlutum kom hart niður á framleiðsluna.

Stærsta vetrarpróf rafbíla 2022

Félag norskra bifreiðaeigenda, NAF, og FÍB, hafa birt niðurstöðu úr vetrarrafbílarannsókn sinni en um er að ræða eitt stærsta próf sem fram hefur farið á þessu sviði til þessa. Í prófuninni var raundrægi rafbíla í vetraraðstæðum skoðað og enn fremur hvernig bílarnir bregðast við þegar rafhlaðan er að tæmast.

Volkswagen og Bosch ætla að reisa rafhlöðuverksmiðjur

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen og hátæknifyrirtækið Bosch hafa komist að samkomulagi um að stofna sameiginlegt verkefni fyrir lok þesss árs. Verkefnið lítur að því að reisa rafhlöðuverksmiðjur með þeim tilgangi að gera Evrópu sjálfbæra í rafhlöðuframleiðslu.

Sundabraut mun hafa gríðarlega þýðingu fyrir samgöngur

Mikill samfélagslegur ábati er af lagningu Sundabrautar en þetta kemur fram í óháðri félagshagfræðilegri greiningu á lagningu Sundabrautar og skilagrein starfshóps Vegagerðarinnar um lagningu brautarinnar.

Nýskráningar rúmum 47% fleiri fyrstu vikur þessa árs

Nýskráningar fólksbifreiða voru rúmlega tvö hundruð fleiri fyrstu þrjár vikur nýs árs en yfir sama tímabil í fyrra. Nýskráningar þessa árs eru orðnar 636 en voru 433 í fyrstu þrjár vikurnar í fyrra. Nýskráningar til almennra notkunar voru tæp 81% og til bílaleika rúm 18%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Bílabúð Benna þarf að greiða fjórtán milljónir vegna galla í Porsche-jeppa

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Bílabúð Benna þurfi að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, fjórtán milljónir vegna gallaðs Porsche-jeppa.

Dýrasta og ódýrasta bensínverðið á Íslandi 2020 og 2021

FÍB hefur unnið töluleg gögn um daglegt bensínverð á heimsmarkaði og útsöluverð hér á landi árin 2020 og 2021. Tölurnar eru teknar saman sem meðaltöl fyrir hvern mánuð á þessu tveggja ára tímabili. Til samanburðar eru skattar á hvern lítra sundurliðað miðað við útsöluverðið hjá Costco annars vegar og hins vegar þar sem það er dýrast á þjónustustöðvum hjá N1 og Olís. Bensíngjöldin og kolefnisgjaldið er föst krónutala á hvern lítra og síðan leggst virðisaukaskattur ofan á kostnaðarverð með sköttum og álagningu. Það sem skýrir mismun af skattinum á hvern lítra hjá Costco og N1/Olís er virðisaukaskatturinn.