Fréttir

Reykjavíkurborg og OR styrkja uppsetningu hleðslubúnaðar

Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur hafa styrkt 31 húsfélag við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla.Samtals hafa 31 húsfélag í Reykjavík fengið samþykktan styrk til uppsetningar hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þar undir er 1.141 íbúð sem fær aðgang að hleðslubúnaði en samtals nemur styrkupphæðin 42,7 milljónum en fyrsta styrk var úthlutað í september 2019 eins og fram kemur í tilkynningu.

Munur umferðar milli ára minnkar

Umferðin í viku 52 á höfuðborgarsvæðinu reyndist ríflega 18 prósentum minni en umferðin í viku 51, vikuumferðin var þó töluvert meiri en í sömu viku í fyrra. En séu jóladagarnir sjálfir bornir saman kemur í ljós að sú umferð er 5,5 prósentum minni í ár, en miðað við reglur um sóttvarnir hefði eigi að síður mátt búast við meiri mun á milli áranna að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Þjónusta Vegagerðarinnar um jól og áramót

Þjónusta Vegagerðarinnar um hátíðirnar verður með nokkuð hefðbundnu sniði. Nánari upplýsingar um vetrarþjónustu um jól og áramót má finna hér. Á aðfangadag og gamlársdag verður umferðarþjónustan í síma 1777 opin frá klukkan 6.30 til 22. Starfsmenn vaktstöðva verða hins vegar á vakt allan sólarhringinn.

Mercedes-Benz áætlar 8 nýja rafbíla fyrir árslok 2022

Mercedes-Benz ætlar sér að vera leiðandi í þróun rafbíla á heimsvísu og hefur þýski bílaframleðandinn nú tilkynnt áætlanir að kynna 8 nýja rafbíla fyrir árslok 2022. Þessi hröðun er hluti af áætlun Mercedes-Benz sem Ambition 2039 og miðar að því að rafbílar verði 50% af seldum bílum árið 2030 og árið 2039 verða allir bílar kolefnislausir. Hinu nýju rafbílar munu allir bera EQ nafnið sem er nýtt undirmerki Mercedes tileinkað raf- og tengiltvinnbílum.

Hraðhleðslustöðvar af fullkomnustu gerð rísa á Bretlandi

Breska fyrirtækið Gridserve, sem er frumkvöðull að sjálfbærum orkulausnum, tók í notkun fyrir skemmstu nýja hleðslustöð í Essex sem er merkileg fyrir margra hlutasakir. Þessi stöð er reyndar ekki sú fyrsta en hún er ein af 100 slíkum stöðvum sem Gridserve hefur verið að skipuleggja. Vonast forsvarsmenn fyrirtækisins eftir því að með þessari útvíkkun í þjónustunni eigi viðskiptavinum eftir að fjölga til muna næstu misserum.

Nýskráningar komnar yfir níu þúsund

Þegar tvær vikur eru eftir af þessu ári eru nýskráningar fólksbifreiða komnar yfir níu þúsund talsins. Fram til 19. desember eru nýskráningar alls 9.044 talsins. Miðað við sama tímabil í fyrra nemur samdrátturinn um 22%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Góð skipulagning og útsjónarsemi gerðu Formulu 1 mögulega

Mörgum einstaklingum voru veittar viðurkenningar fyrir árangur og störf á aðalfundi FIA sem fram fór í fjarfundabúnaði í Genf í Sviss í síðustu viku. Fram kom að árið sem nú rennur brátt sitt enda sitt á skeið sé fordæmalaust með. Fjölmörgum atburðum hefur orðið að fresta en með frábærri útsjónarsemi og skipulagningu og nýjustu tækni hefði tekist að halda Formulu 1 og ljúka henni svo sómi var að. Heimsfaraldurinn Covid-19 hefði sett strik í reikninginn á nokkrum sviðum en allir hefðu lagst á eitt og gert það besta úr stöðunni.

Blæðingar í vegum í Svíþjóð

Það er ekki bara hér á landi sem tjörublæðingar eiga sér stað þessa dagana. Eins og kunnugt urðu fólks- og flutningabílar fyrir skemmdum á þjóðveginum til Akureyrar í síðustu viku en blætt hafði mikið á þessum vegakafla. Vegklæðning safnaðist saman í hjólskálum bílanna og við það brotnuðu stuðara bílanna hjá einhverjum ökumönnum. Bílstjórar hafa margir tilkynnt tjón á bílum til Vegagerðinnar. Ljóst er að um milljóna tjón er að ræða þegar allt er takið saman.

Umferðin eykst – samt 11% minni en í sömu viku í fyrra

Umferðin í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu jókst nokkuð frá vikunni áður eða um átta prósent en var eigi að síður meira en 11 prósentum minni en í sömu viku í fyrra. Ljóst er að umferð er heldur að aukast en reyndar jókst umferðin í þessari viku fyrir jól mikið í fyrra. Hún jókst minna í ár en þá. Veðurfar hefur alla jafna nokkur áhrif á þessum árstíma sem gerir samanburð erfiðan. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

FIA tekur skref inn í græna framtíð

Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins ( FIA) kynnti í vikunni að það hyggðist fara að nota sjálfbært eldsneyti til notkunar í Formula 1. FIA heitir því ennfremur að kolefnisjafna allar keppnir á þeirra vegum frá 2021 og útrýma henni með öllu fyrir 2030. Þetta kom fram á aðalfundi FIA sem nú stendur yfir í Sviss.