01.09.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 269 Hyundai bifreiðum. Um er að ræða Santa FE bifreiðar framleiddar á árnunum 2012-2016.
01.09.2017
Laugardaginn 2. september kl. 12 – 16 verður fyrsta stórsýning haustsins hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ á Selfossi og Akureyri.
31.08.2017
Ef drög að breytingum á reglugerð um ökuskírteini verða að veruleika verður heimilt að taka bílpróf á sjálfskipta bifreið og verða ökuréttindin þá takmörkuð við slíkan bíl en þetta er meðal annars sem kemur fram á mbl.is.
31.08.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus.
29.08.2017
Á haustin þegar skólar hafa aftur tekið til starfa erum við hjá FÍB að rýna í gönguleiðir barna í skólann og öðrum öryggisþáttum sem að þeim lúta. Við höfum tekið gangbrautir fyrir í gegnum árin, athugað öryggisgildi þeirra og eins hvort merkingar séu til staðar. Sveitafélög eru mjög misjöfn í þessum efnum, meðan Hafnarfjörður og Kópavogur standa sig þokkalega í þessum efnum, er merkingum í Reykjavík sumstaðar ábótavant.
28.08.2017
Góð afkoma stærstu tryggingafélaganna í landinu ætti að gefa tilefni til að lækka iðgjöld en þetta er meðal annars sem kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í Fréttablaðinu í dag.
28.08.2017
Í vinnslu er nýtt deiliskipulag fyrir Hringveginn (1) um Vesturlandsveg frá sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum. Um er að ræða u.þ.b. 14 kílómetra kafla. Ekki liggur enn fyrir hvenær ráðist verður í þessa framkvæmd en um er að ræða 14 km vegakafla.
25.08.2017
Við opnun Costco í maí sl. birtust á fréttavef FÍB upplýsingar um verð á nokkrum bílavörum sem þar voru til sölu og verðin á sömu vörum hjá öðrum fyrirtækjum. Hér eru nýjar upplýsingar um verð á Rain-X rúðuhreinsi og regnfilmu í 500 ml. úðabrúsa.
24.08.2017
FÍB kannaði verð á tveimur smurolíutegundum þann 18. ágúst hjá Costco, N1 og Olís, líkt og fram hefur komið. Samkvæmt heimasíðu N1 hefur Mobil 1 0W-40 í 4 lítra umbúðum nú verið lækkað úr 10.425 í 8.413 krónur sem er lækkun um 2.012 krónur eða um 19,3%. Við þetta fer verðmunurinn á milli Costco og N1 miðað við sama magn úr 201% í 143%.
21.08.2017
Félagsmönnum og lesendum til glöggvunar koma hér upplýsingar um verð á synþetískum smurolíum fyrir bensín- og dísillvélar í fólksbílum sem seldar eru hjá Costco. Til samanburðar birtum við verð á sömu smurolíum hjá tveimur olíufélögum sem fram að þessu hafa verið helstu söluaðilar þessara vörumerkja hér á landi.