Fréttir

Um 70% ökumanna nota símann ólöglega undir stýri

Notkun snjallsíma undir stýri er slá­andi al­geng sam­kvæmt niður­stöðum nýrrar rannsóknar sem unnin var fyrir Sjóvá. Sam­kvæmt henni nota tæp­lega 70% öku­manna símann ólög­lega undir stýri. Þetta eru vondar niður­stöður og ljóst að um­ferðaröryggi er ógnað með þess­ari þróun.

Fyrirhuguð hækkun gjalda á bílum til greiningar í ráðuneytinu

Ákvörðun Evrópusambandsins vegna breyttra mælinga á útblæstri er áætlað að verð á nýjum bílum gæti hækkað töluvert. Þessi nýi mengunarmælikvarði á að taka gildi um næstu mánaðarmót. Bílgreinasamband Íslands hefur nú þegar þrýst á íslensk stjórnvöld að gera ráðstafanir til að draga úr fyrirhuguðum hækkunum.

Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup N1 hf. á Festi hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Með skilyrðunum skuldbinda samrunaaðilar sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars leiða til.

Forstjóri Fiat Chrysler fallinn frá

Ítalinn Sergio Marchionne, forstjóri Fiat Chrysler, féll frá fyrir helgina en hann var af mörgum talinn í hópi merkustu frumkvöðla sem fram hafa komið í bílaiðnaðinum. Fráfall hans bar að með nokkuð skjótum hætti en fyrir nokkrum vikum gekkst hann undir aðgerð á öxl en heilsu hans hrakaði síðan jafnt þétt. Ýmsir fylgikvillar fylgdu í kjölfarið sem leiddu hann að lokum til dauða. Marchionne var 66 ára að aldri þegar hann lést í borginni Zürich í Sviss.

Þingvallavegur lokaður - hjáleið um Vallaveg

Vegna endurbóta á Þingvallavegi (36) um þjóðgarðinn á Þingvöllum verður hann lokaður frá og með þriðjudeginum 31. júlí fram í október og aftur næsta vor. Hjáleið verður opin um Vallaveg. Sá vegur er þó mjór og hentar illa fyrir stærstu bíla, vegfarendur eru hvattir til að aka varlega og íhuga að nýta aðrar leiðir.

Framúrakstur bannaður í Mosfellsdal

Vegagerðin hófst í gær handa við að mála heila línu á þeim kafla Þingvallavegar sem liggur um Mosfellsdal. Víghóll, íbúasamtök Mosfellsdals, fagna þessu framtaki. Þar með verður framúrakstur bannaður á kafla í Mosfellsdalnum þar sem fjöldi afleggjara liggur að veginum.

Hlöður teknar í notkun á Landakoti og Kleppi

Settar hafa verið upp ON hleðslur fyrir rafbíla á tveimur starfsstöðvum Landspítala; á Landakoti og Kleppi. Um er að ræða tilraunaverkefni með Landspítala og er það hluti af umhverfisstefnu og loftslagsmarkmiðum hans.

Breytingar á reglum um akstur í hringtorgum í bígerð

Verði nýtt umferðarlagafrumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi samþykkt verður forgangur þeirra sem aka á innri hring hringtorga lögfestur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB var inntur eftir skoðun félagins á málinu og sagði Runólfur að hann teldi eðlilegt að ökumenn á ytri hring hringtorga fái forgang fram yfir þá sem aka á innri hring. Það yrði í samræmi við það sem tíðkast í mörgum Evrópulöndum.

Íbúar tilbúnir að ganga í verkið sjálfir

Á íbúafundi sem íbúasamtökin Víghóll í Mosfellsdal stóð fyrir í gærkvöldi kemur fram í ályktun fundarins að íbúar séu tilbúnir með málningarrúlluna og munu ganga í verkið sjálfir ef áætlun Vegagerðarinnar um að banna framúrakstur á Þingvallavegi gengur ekki eftir. Til fundarins var efnt til að ræða umferðaröryggismál í Mosfellsdal en um helgina varð banaslys á Þingvallavegi þegar tveir bílar rákust saman við framúrakstur.

Leaf mest seldi rafbíllinn í Evrópu

Þegar sölutölur fyrstu sex mánuði ársins liggja fyrir er Nissan Leaf mesti seldi rafbíllinn í Evrópu. Á tímabilinu voru átján þúsund bílar nýskráðir í álfunni, en alls hafa 37 þúsund bílar verið keyptir frá því að nýi bíllinn fór í sölu í október. Leaf er mest seldi rafbíll heims en alls hafa liðlega 340 þúsund slíkir verið nýskráðir frá því að hann kom á götuna árið 2010, þar af rúmlega 100 þúsund á Evrópumarkaði.