Fréttir

Tesla mest selda bílategundin á Íslandi

Eftir því sem fram kemur á vef Samgöngustofu er Tesla sú bílategund sem hefur selst mest á fyrstu þremur mánuðum þess árs. Alls hafa 415 bifreiðar selst af þessari tegund en fyrstu bílarnir komu hingað til lands í lok febrúar. Tesla er 16% nýskráninga það sem af er á árinu. Stærsti hluti Tesla bifreiða eru af gerðinni Model 3.

Toyota innkallar 53 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 53 Toyota bifreiðar af ýmsum tegundum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bensíndæla getur verið gölluð.

Atlantsolía lækkar eldsneyti

Atlantsolía fór fyrir verðlækkun á eldsneyti í gær þegar félagið lækkaði verð á bæði bensíni og dísilolíu um 5 krónur á lítra. Eftir verðbreytinguna algengasta verð á bensínlítra hjá Atlantsolíu 216,90 krónur og 211,90 krónur fyrir dísilolíulítra. Ódýrast er að versla hjá Atlantsolíu við Kaplakrika og Sprengisand en þar fór bensínlítrinn í 188,80 krónur og dísillítrinn í 188,40 krónur.

End­ur­greiðsla á virðis­auka­skatti nái einning til bílaviðgerða

Ef breyt­ing­ar­til­lög­ur efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is við stjórn­ar­f­um­varp um aðgerðapakka til að mæta efna­hags­leg­um áhrif­um í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru nær fram að ganga mun endurgreiðsla á virðis­auka­skatti ekki aðeins ná til fram­kvæmda við íbúðir og sum­ar­hús held­ur einnig til bílaviðgerða. Í umfjöllun í Morgunblaðinu um málið er haft eftir Óla Birni Kárasyni, formanni nefndarinnar, að þetta sé skref í rétta átt

Samdráttur í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu um 21%

Umferðin þar sem af er mars, í lok viku 13, hefur umferðin í mánuðinum á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um 21 prósent. Það jafngildir 0,7 prósenta samdrætti dag hvern. Samdrátturinn heldur því áfram að aukast eftir því sem samkomubann er hert og það lengist í því. Samdrátturinn í samfélaginu í heild endurspeglast í umferðinni.

Reglugerðir um skráningu og skoðun ökutækja í samráðsgátt

Drög að breytingum á reglugerð um skráningu ökutækja og drög að nýrri reglugerð um skoðun ökutækja hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 13. apríl nk.

Eldsneyti á Íslandi hefur lækkað mun minna en á erlendum mörkuðum

Kórónafaraldurinn hefur í för með sér mikinn efnahagslegan samdrátt sem ekki sér fyrir endann á. Eldsneytisverð til íslenskra neytenda hefur lækkað töluvert undanfarið en mun minna en á flestum öðrum mörkuðum.

Allt að 42% minni umferð á Hringvegi en á sama tíma í fyrra

Það sem af er mars hefur umferðin á Hringveginum dregist saman um 20-25 prósent. Allt upp í 42 prósent þar sem mest er. Fram kemur hjá Vegagerðinni að um ræði samdrátt sem skýrist auðvitað að mestu af Covid-19 og snarfækkun ferðamanna en telja verður líka líklegt að slæmt veður undanfarnar vikur spili líka inn í. Þannig leggst allt á eitt. Þetta er mun meiri samdráttur en á höfuðborgarsvæðinu eða um tvöfalt meiri.

Álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja frestað um mánuð

Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest ákvörðunina með reglugerð sem birt verður í Stjórnartíðindum á morgun, 26. mars.

Olíusala dregst mikið saman á milli ára

Olíusala dróst saman milli ára og er þetta í fyrsta skipti síðan 2012 sem olíusala minnkar á milli ára samkvæmt bráðabirgðartölum Orkustofnunar. Árið 2018 var metár þegar seld olía fór í fyrsta skipti yfir milljón tonn (1.049 þús. tonn).