04.04.2025
Þýskir bílaframleiðendur eru vandræðum í Kína. Þeir hafa verið leiðandi í sölu á hágæða kraftmiklum bílum á kínverska markaðnum. Núna finna þeir fyrir öflugri samkeppni frá kínverskum keppinautum sem hafa sett ný viðmið varðandi hágæða bíla. Núna er mest eftirspurn í Kína eftir rafknúnum, snjöllum og hagkvæmum bílum.
02.04.2025
Bílastæðasjóður hefur um tíma undirbúið rafrænt eftirlit með stöðvun og lagningu bifreiða í borgarlandi. Fyrsta skrefið var tekið fyrir rúmu ári, þegar hætt var að prenta út miða til að setja undir rúðuþurrku. Nú er komið að næsta skrefi, myndavélaálestri að því er fram kemur í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.
02.04.2025
Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar hefur veitt Colas tvo styrki upp á samtals 8,7 milljónir króna til að rannsaka mýkingarmark biks og malbiksblöndur með lífbindiefni. Colas Ísland ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á malbiki og tengdum vörum.
01.04.2025
Ríkisábyrgðasjóður taldi óvíst að tekjur af brúartollum yfir nýju Ölfusárbrúna dygðu fyrir kostnaði ríkisins af framkvæmdinni. Því var engin furða þó verktakar vildu ekki taka á sig þá áhættu í svokölluðu samvinnuverkefni.
01.04.2025
Nýskráningar fólksbifreiða eru 63,9% meiri á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma á síðasta ári. Nýskráningar eru alls 2.272 en voru 1.386 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs.