Fréttir

Bandarísk stjórnvöld hyggjast draga úr reglum um eldsneytissparnað ökutækja

Nýskipaður samgönguráðherra Bandaríkjanna, Sean Duffy, hefur fyrirskipað tafarlausa endurskoðun á reglum um eldsneytissparnað ökutækja, í samræmi við orkustefnu Trump stjórnarinnar.

Sala á raf- og tengiltvinnbílum í heiminum eykst um 17% á þessu ári

Sala rafbíla fer yfir 20 milljónir árið 2025. Heildarsala á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum mun aukast um að minnsta kosti 17% á þessu ári og fara yfir 20 milljónir bíla, með hjálp framlengdra bílaskiptastyrkja í Kína. Þetta kemur fram í spá rannsóknarfyrirtækisins Rho Motion.

Mikilvægt að skafa snjó af ljósunum

Nokkuð hefur borið á því undanfarið að ökumenn hirði ekki um að skafa snjó af ljósum bíla sinna en með slíku háttalagi setja ökumenn sjálfa sig og aðra vegfarendur í talsverða hættu.

Vegum gæti verið lokað með litlum fyrirvara

Færð er farin að spillast á Reykjanesbraut og er hún lokuð í átt til Reykja­vík­ur.Nú þegar hafa tvö ökutæki runnið útaf en það var blessunarlega án meiðsla að því er fram kemur í upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Bókleg próf fyrir aukin ökuréttindi verða rafræn

Rafræn próftaka í bóklegum prófum fyrir aukin ökuréttindi (ÖR-próf) hefst föstudaginn 31. janúar næstkomandi um allt land.

Hraðakstur á Miklubraut

Brot 214 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá föstudeginum 24. janúar til mánudagsins 27. janúar. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Grensásveg.

Innkallanir á yfir 80 þúsund Kia Niro bifreiðum í Bandaríkjunum

Innkallanir hafa verið gerðar á yfir 80 þúsund Kia Niro bifreiðum sem framleiddir eru í Bandaríkjunum.Gólfvírar undir framsæti farþegamegin geta skemmst og komið í veg fyrir að loftpúðar og öryggisbelti virki eins og til er ætlast.

Opnað fyrir umferð um Breið­holts­braut

Opnað var fyrir umferð um Breiðholtsbraut, yfir ný undirgöng til móts við Völvufell um helgina. Umferðinni hefur verið beint um hjáleið frá því framkvæmdir við undirgöngin hófust í apríl 2024.

Bílasala fer rólega af stað

Fyrstu þrjár vikur ársins voru nýskráningar fólksbifreiða alls 286. Samaborið við sama tímabil á síðasta ári er um 12% samdrátt að ræða en þá voru nýskráningar 325. Yfir 40% samdráttur var í bílasölu á öllu síðasta ári. Það verður fróðlegt að sjá hver þróunin verður í þessum efnum á næstu vikum og mánuðum.

Mercedes E-Class sigurvegari öryggisprófanna hjá Euro NCAP

Mercedes E-Class varð sigurvegari öryggisprófanna árið 2024 hjá evrópsku árekstrarprófunarstofnunin, Euro NCAP. Stofnunin framkvæmdi árekstrarprófanir á 44 bílategundum árið 2024.