31.01.2025
Nýskipaður samgönguráðherra Bandaríkjanna, Sean Duffy, hefur fyrirskipað tafarlausa endurskoðun á reglum um eldsneytissparnað ökutækja, í samræmi við orkustefnu Trump stjórnarinnar.
31.01.2025
Sala rafbíla fer yfir 20 milljónir árið 2025. Heildarsala á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum mun aukast um að minnsta kosti 17% á þessu ári og fara yfir 20 milljónir bíla, með hjálp framlengdra bílaskiptastyrkja í Kína. Þetta kemur fram í spá rannsóknarfyrirtækisins Rho Motion.
30.01.2025
Nokkuð hefur borið á því undanfarið að ökumenn hirði ekki um að skafa snjó af ljósum bíla sinna en með slíku háttalagi setja ökumenn sjálfa sig og aðra vegfarendur í talsverða hættu.
30.01.2025
Færð er farin að spillast á Reykjanesbraut og er hún lokuð í átt til Reykjavíkur.Nú þegar hafa tvö ökutæki runnið útaf en það var blessunarlega án meiðsla að því er fram kemur í upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.
29.01.2025
Rafræn próftaka í bóklegum prófum fyrir aukin ökuréttindi (ÖR-próf) hefst föstudaginn 31. janúar næstkomandi um allt land.
29.01.2025
Brot 214 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá föstudeginum 24. janúar til mánudagsins 27. janúar. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Grensásveg.
27.01.2025
Innkallanir hafa verið gerðar á yfir 80 þúsund Kia Niro bifreiðum sem framleiddir eru í Bandaríkjunum.Gólfvírar undir framsæti farþegamegin geta skemmst og komið í veg fyrir að loftpúðar og öryggisbelti virki eins og til er ætlast.
27.01.2025
Opnað var fyrir umferð um Breiðholtsbraut, yfir ný undirgöng til móts við Völvufell um helgina. Umferðinni hefur verið beint um hjáleið frá því framkvæmdir við undirgöngin hófust í apríl 2024.
23.01.2025
Fyrstu þrjár vikur ársins voru nýskráningar fólksbifreiða alls 286. Samaborið við sama tímabil á síðasta ári er um 12% samdrátt að ræða en þá voru nýskráningar 325. Yfir 40% samdráttur var í bílasölu á öllu síðasta ári. Það verður fróðlegt að sjá hver þróunin verður í þessum efnum á næstu vikum og mánuðum.
22.01.2025
Mercedes E-Class varð sigurvegari öryggisprófanna árið 2024 hjá evrópsku árekstrarprófunarstofnunin, Euro NCAP. Stofnunin framkvæmdi árekstrarprófanir á 44 bílategundum árið 2024.