100 bestu bílar heims

Aðstandendur bandarískrar vefsíðu sem heitir Inside Line hafa tekið saman lista yfir þá 100 bíla sem að mati höfunda eru þeir bestu í veröldinni nokkru sinni.

http://www.fib.is/myndir/FordV8-32.jpg http://www.fib.is/myndir/Mini-gamall.jpg
Ford V8 1932.
Austin Mini 1959.
http://www.fib.is/myndir/Chevrolet.Bel.Air.55.jpg http://www.fib.is/myndir/Volkswagen-Beetle-1938.jpg
Chevrolet Bel Air 1955.
Volkswagen 1938.
http://www.fib.is/myndir/Porsche-911-64.jpg http://www.fib.is/myndir/Mercedes-Benz-300SL.jpg
Porsche 911 1964.
Mercedes 300 SL 1955.
http://www.fib.is/myndir/Ferrari_250_gto.jpg http://www.fib.is/myndir/Duesenberg-J.jpg
Ferrari 250 GTO 1962.
Duesenberg J, 1928.
http://www.fib.is/myndir/Ford-T-28.jpg http://www.fib.is/myndir/BMW-2002-68.jpg
Ford T 1908.
BMW 2002 árg. 1968.

Auðvitað verða menn varla nokkru sinni á eitt sáttir um þetta mál og margir munu telja þennan lista helbera vitleysu með smá sannleikskornum innanum. Þá er það nokkru galli að fátt er gefið upp eftir hverju var farið í þessu vali. Hvað er það sem gerir bíl að góðum bílum eða slæmum? Hvaða máli skipta mikilvægir þættir eins og ending, eldsneytiseyðsla og rekstraröryggi eða fögur hönnun? Engum þessara spurninga er svarað.

En hvað um það? En það mega þeir þó eiga, Bandaríkjamennirnir sem að þessu standa, að þeir hafa ekki bara einblínt á bandaríska bíla í þessu vali sínu. Þannig er hin snilldarlega hugmynd Alec Issigonis að smábílnum Mini í öðru sæti á eftir þeim sem þeir telja að bestur hafi verið, en það er Ford V8 1932 árgerð. 

Her er listi yfir 10 efstu bílana ásamt stuttri greinargerð með hverjum bíl um ágæti hans og hversvegna hann verðskuldar sæti sitt á listanum.

1. 1932 Ford V8: Fyrsti aflmikli bíll bílasögunnar sem venjulegt bandarískt vinnandi fólk gat látið eftir sér að eignast. Ekki spillti heldur glæsilegt útlitið sem minnti á lúxusbílinn ofurdýra; Duesenberg.

2. 1959 Austin Mini: Litli snilldarbíllinn sem verkfræðingurinn Sir Alec Issigoni rissaði upp sem frumdrög, á munnþurrku á veitingastað í hádeginu einn daginn einhverntíman undir lok sjötta áratugarins. Mini var með þverstæðri vél og framhjóladrifinn sem sem síðar varð algengasta byggingarlag bíla og er það enn í dag.

3. 1955 Chevrolet: 55 árgerðin af Chevrolet hafði svip af Ferraribílum þessa tímabils. Það og öflug á V8 vél höfðaði mjög til almennings í Bandaríkjunum. Besti Sjevrólettinn hingað til.

4. 1938 Volkswagen Bjallan: Var framleidd víðsvegar um veröldina í samtals um 65 ár. Fyrsti bíll fjölmargra kynslóða ökumanna og sá bíll sem mest hefur verið elskaður.

5. 1964 Porsche 911: Sportbíllinn sem líka hentaði vel til daglegra nota. Hönnunin er tímalaus og höfðar enn jafn mikið til fólks. Bíllinn er ennþá sá fremsti í sínum flokki og er mesta afrek Porsche fyrr og síðar.

6. 1955 Mercedes-Benz 300SL "Mávavængjan": Þekktasti Mercedes bíll allra tíma ekki síst vegna hönnunar dyranna og hurðanna. Ofursportbíll sjötta áratugarins.

7. 1962 Ferrari 250 GTO: Vann þrisvar alþjóðlegu GT kappaksturskeppnina. Einungis 39 eintök voru byggð og með GTO bílnum reis sól Ferrari hæst. 

8. 1928 Duesenberg Model J: Risastór 320 ha. V8 mótor pakkað inn í fallega hannaða yfirbyggingu á traustum undirvagni. Fyrsti ofurbíll bílasögunnar. 

9. 1908 Ford Model T: Fyrsti bíllinn sem þorri almennings hafði ráð á að eignast. Ford T er sá bíll sem fyrstur varð kveikja að öflugum iðnaði sem framleiðir alls kyns íhluti, varahluti og búnað fyrir bíla

10. 1968 BMW 2002: Fyrsti nútíma sport-fólksbíllinn sem hafði  raunverulega sportlega aksturseiginleika þrátt fyrir litla vél. 

 

Sjá allan 100 bíla listann hér.