130 nýjungar á bílasýningunni í Genf

http://www.fib.is/myndir/Genf%201,1.jpg

Alþjóðlega bílasýningin í Genf hefst þann 6. mars og stendur til 16. mars. Löng hefð er fyrir því að Genfarsýningin sé vettvangur nýjunga og frumleika. Að þessu sinni er hún haldin í skugga ofboðslega dýrs eldsneytis og því verður þung áhersla á sparneytna bíla og bíla sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum en bensíni og dísilolíu. Sérstök sýningardeild verður þannig fyrir rafbíla á sýningunni að þessu sinni.

Alls verða 130 nýjungar afhjúpaðar á sýningunni, ýmist nýjar gerðir bíla eða hreinar frumgerðir. Þessar nýjungar eru allt frá hinum þriggja metra langa Toyota IQ upp í rúmlega 5,6 metra langan Rolls Royce. Meðal annarra merkra nýjunga má nefna Alfa Romeo 8C Spider og sport og „vöðvaútgáfu“ af Fiat 500 með gerðarheitinu Abarth.

Hér á eftir eru frásagnir og myndir af broti þeirra nýjunga sem til sýnis verða í Genf 6.-16. mars:

Alfa 8C Spiderhttp://www.fib.is/myndir/Genf1.jpg
Alfa Romeo hefur alla tíð haft framúrskarandi hönnuðum á að skipa og svo er enn. Þessi nýi ofursportbíll verður sýndur í fyrsta sinn opinberlega í Genf. Hann er með fimm lítra 450 ha. V8 vél og þarafleiðandi varla mikill sparibaukur.

 

 

 

 

Audi A4 Avanthttp://www.fib.is/myndir/Genf2.jpg
Audi frumsýnir glænýja langbaksútgáfu A4. Farangursrýmið er 1430 lítra og hægt er að velja í milli tveggja bensínvéla, 160 eða 265 hestafla og milli tveggja dísilvéla, 143 eða 240 hestafla.

 

 

 

 

BMW M3 Cabriohttp://www.fib.is/myndir/Genf3.jpg
M-bílar BMW eru mikil tryllitæki sem líta út svipað og venjulegir fjölskyldubílar. Nú er kominn opin útgáfa af M3. Vélin er V8, 420 hestafla. Bíllinn er með stáltoppi sem opnast og rennur í þremur hlutum ofan í skottið á 20 sekúndum þegar ýtt er á rétta takkann.

 

 

 

Fiat 500 Abarthhttp://www.fib.is/myndir/Genf4.jpg
Aflmiklar og sportlegar gerðir Fiat fólksbíla fengu gerðarheitið Abarth fyrr á árum. Nú hefur Fiat endurvakið Abarth nafnið á sportlegri útgáfu hins nýja smábíls Fiat 500. Vélin er 1,4 l 135 hestafla og Fiat 500 Abarth þekkist ekki síst á útvíkkuðum brettaköntum og „Spoiler“ á skottlokinu.

 

 

 

Ford Fiestahttp://www.fib.is/myndir/Genf5.jpg
Ný kynslóð smábílsins Ford Fiesta er ansi fallegur bíll. Innviðir hans eru einnig gerbreyttir frá fyrri gerð og bíllinn bæði léttari og sterkbyggðari en áður. Nokkrar vélargerðir verða í boði, frá 60-115 hestafla.

 

 

 

 

Ford Kugahttp://www.fib.is/myndir/Genf6.jpg
Glænýr jepplingur frá Ford sem byggður er á sömu grunnplötu og Ford Focus. Hann verður boðinn ýmist framhjóla- eða fjórhjóladrifinn. Staðalvélin í honum verður 136 hestafla dísilvél sem eyðir 6,3 lítrum í blönduðum akstri að sögn framleiðanda.

 

 

 

Honda Accordhttp://www.fib.is/myndir/Genf7.jpg
Ný uppfærður bíll sem fæst mun sem langbakur og stallbakur. Margskonar nýr öryggisbúnaður verður fáanlegur, búnaður sem byggir m.a. á radarsjón sem grípur inn í aksturinn sé hætta á ferðum. Tvær bensínvélar, 156 og 200 ha. eru í boði auk 150 ha. dísilvélar.

 

 

 

KTM X-BowThe image “http://www.fib.is/myndir/Genf8.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Fyrsti bíllinn frá hinum þekkta austurríska mótorhjólaframleiðanda. Fisléttur sportbíll – aðeins 700 kíló. Vélin er frá Audi, 240 hestöfl, sem skýtur bílnum í hundraðið á 3,9 sekúndum.

 

 

 

 

Lancia Deltahttp://www.fib.is/myndir/Genf9.jpg
Lancia er dótturfyrirtæki Fiat og hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Delta er stór fimm manna fólksbíll í dýrari kantinum með mikið farangursrými. Vélar í boði eru frá 100-200 hestöfl.

 

 

 

 

Mazda 6 Sport Kombihttp://www.fib.is/myndir/Genf10.jpg
Stór og vandaður langbakur. Þrjár bensínvélar, 120, 147 og 170 hestafla og 140 hestafla dísilvél í boði.

 

 

 

 

 

Mercedes Benz CLChttp://www.fib.is/myndir/Genf11.jpg
Mercedes hefur verið að viðra þennan bíl á ýmsum tískutengdum viðburðum hingað og þangað um heiminn undanfarið, en eiginleg frumsýning hans verður í Genf. Þetta er tveggja dyra „Coupé“ með ýmsum eiginleikum hreinræktðs sportbíls. Vélar í boð eru frá 143-272 hestafla.

 

 

 

 

Opel Meriva frumgerðhttp://www.fib.is/myndir/Genf12.jpg
Frumgerð nýrrar kynslóðar fjölnotabílsins Meriva sem byggður er á Opel Corsa. Afturhurðir eru á lömum að aftanverðu þannig að þær opnast fram á við. Þetta var algengt á bílum fyrir miðja síðustu öld og var kallað sjálfsmorðsdyr (Suicide doors).

 

 

 

 

Peugeot 308http://www.fib.is/myndir/Genf13.jpg
Fjölnota- og ferðabíll með sætum fyrir sjö, glerþaki og stórum gluggum allan hringinn. Í boði verða fimm gerðir bensínvéla, frá 95-175 hestafla, og þrjár dísilvélar, 90-136 hestöfl.

 

 

 

 

Renault Koleoshttp://www.fib.is/myndir/Genf14.jpg
Nýr jepplingur frá Renault með fjórhjóladrifskerfi frá Nissan. Bíllinn er hannaður í Frakklandi en byggður hjá Samsung í Kóreu. Kemur á markað í Evrópu næsta haust. Í boði verða 150 og 173 hestafla dísilvélar og 171 ha. bensínvél.

 

 

 

 

Renault Twingo Sporthttp://www.fib.is/myndir/Genf15.jpg
Íburðarmesta gerð þessa vinsæla smábíls. Vélin er 1,6 l, 133 hestafla bensínvél og fjöðrunarkerfið lagar sig að hraða bílsins hverju sinni, svipað og í Benz CLC.

 

 

 

 

 

Rolls Royce Phantom Coupéhttp://www.fib.is/myndir/Genf16.jpg
Þetta er þriðja undirgerð lúxusbílsins Phantom og stærsti fólksbíllinn á Genfarsýningunni að þessu sinni – 5,61 m langur. Bíllinn er 2,6 tonn að þyngd en 12 strokka 6,75 lítra bensínvélin kemur flykkinu í hundraðið á aðeins 5,8 sekúndum. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 15,7 lítrar á hundraðið.

 

 

 

Skoda Superbhttp://www.fib.is/myndir/Genf17.jpg
Önnur kynslóð stærsta Skódans. Hann er 4,83 m að lengd sem er um fjórum sentimetrum lengra en fyrsta kynslóðin er. Bæði bensín- og dísilvélar, allar frá Volkswagen eru í boði, frá 115-280 hestafla.

 

 

 

 

Toyota IQhttp://www.fib.is/myndir/Genf18.jpg
Þessi nýja Toyota er líkleg til að veita Smart harða samkeppni. Hann er aðeins 30 sm lengri en Smart en með sætarými fyrir þrjá fullorðna og eitt barn. Framleiðsla og sala hefst í árslok.

 

 

 

 

Volvo XC60http://www.fib.is/myndir/Genf19.jpg
Systurbíll Ford Kuga. Bíllinn kemur á Evrópumarkað í október nk. Tvær dísilvélar, 165 og 185 ha og 285 ha. sex strokka bensínvél verða í boði. Nýr öryggisbúnaður sem kallast „City Safety“ verður í boði í bílnum. Hann m.a. hemlar sjálfvirkt ef t.d. of stutt bil er að næsta bíl fyrir framan og ökumaður gerir ekkert í því.

 

 

 

VW SciroccoThe image “http://www.fib.is/myndir/Genf20.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
VW frumsýnir nýjan sportbíl, Scirocco. Volkswagen hefur ekki sent frá sér mynd af nýja bílnum ennþá, en líklegt er talið að hann verði mjög svipaður hugmyndarbílnum Iroc sem sýndur var árið 2006.