140-150 milljarða þarf til að koma vegakerfinu í ásættanlegt horf

Á opnum fundi Samtaka Iðnaðarins sem haldinn var í dag var kynnt skýrsla um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi en þar er gerð m.a. ítarleg úttekt á vegakerfinu. Þar kemur fram að þurfa mun 140-150 milljarða til þess að koma vegakerfinu í ásættanlegt horf en stórir hlutar vegakerfisins uppfylla ekki lágmarksviðmið sem lúta að gæðum.

Í samgönguáætlun fram til 2026 er einungis áformað að verja 86 milljörðum króna til viðhalds á tímabilinu. Þetta og annað um málið kemur fram á mbl.is

Áætlað er í skýrslunni að um 1/3 af heildarflatarmáli bundinna slitlaga á þjóðvegum á Íslandi uppfylli ekki viðhaldskröfur og að uppsafnaður vandi vegnar endurnýjunar á bundnum slitlögum sé um 10 ferkílómetrar af klæðningu og 1,2 ferkílómetrar af malbiki.

Hér má nálgast fréttina á mbl.is