26% verðmunur á umfelgun

http://www.fib.is/myndir/Dekk-balance.jpg


ASÍ hefur sent frá sér niðurstöður árlegrar haust-verðkönnunar sem sem gerð var á þjónustu dekkjaverkstæða. Könnunin leiðir í ljós að rúmlega þrjú þúsund króna verðmunur getur verið á milli hjólbarðaverkstæða á vinnu sem felst í því að umfelga og jafnvægisstilla hjólin undir undir bílnum.

Könnun ASÍ var gerð hjá 28 þjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag.  þriðjudag.  Mestur reyndist munurinn á hæsta og lægsta verði á hjólbarðaskiptingu fyrir fólksbíl á 16” dekkjum, rúm 65%  og stóran jeppa á 33-35” dekkjum ríflega 50%.
 
Í frétt ASÍ af könnuninni segir síðan eftirfarandi: „Skipting, umfelgun og jafnvægisstilling fyrir fólksbíl á 16” dekkjum með stálfelgum er dýrust kr. 7.760 hjá Betra grip í Lágmúla en ódýrust kr. 4.690 í Bílkó í Kópavogi sem er  3.070 króna verðmunur eða 65,5%.
 
Þjónustan fyrir fólksbíl á 13-15” dekkjum með stálfelgum kostaði kr. 4.600 hjá Dekkjalagernum á Smiðjuvegi þar sem hún var ódýrust en kr. 5.800 hjá Hjólvest, Hjólbarðahöllinni, Gúmmívinnustofunni og Dekkinu þar sem hún var dýrust. Það er  1.200 króna munur á hæsta og lægsta verði eða 26%.  Fyrir sambærilegan bíl á álfelgum kostar þjónustan frá kr. 4.800 hjá Hjólbaraðverkstæði Vöku upp í kr. 6.600 hjá Hjólbarðahöllinni, Gúmmívinnustofunni og Dekkinu  sem er 1.800 króna verðmunur eða tæplega 38%.
 
Þjónusta hjólbarðaverkstæða við fólksbíla hefur að meðaltali hækkað um 8-9% frá síðustu könnun verðlagseftirlitsins sem gerð var fyrir rúmu ári. Meiri hækkun hefur þó orðið á þjónustu við stærri fólksbíla á stálfelgum sem hefur hækkað um rúm 11% frá fyrra ári.
Þjónusta við jeppa hefur hækkað minna eða um 4-5% á milli ára að undanskyldri þjónustu við meðal stóra jeppa ( 30-32”) sem hefur hækkað um tæplega 7%.“

Hægt er að skoða könnuna í heild sinni með því að smella á -Upplýsingar hér fyrir ofan. Þá kemur upp valmynd til vinstri. Smellið þvínæst á -Verðkönnun ASÍ.......