3106 bílar nýskráðir á Íslandi 2010

Alls voru nýskráðir 3106 fólksbílar á nýliðnu ári. Af einstökum tegundum voru flestar nýskráningar á Volkswagen Polo eða 234. Í öðru sæti varð Suzuki Grand Vitara með 201 nýskráningu og í því þriðja Toyota Yaris með 194 nýskráningar. Hyundai i30 varð svo í fjórða sætinu með 172 nýskráningar og  í því fimmta varð Skoda Octavia með 168 nýskráningar. Einn íslenskur bíll var nýskráður á árinu. Það er sportbíll sem kallaður er Adrenalín GT.

Nýskráningar á jeppum voru verulega færri en þegar mest gekk á fyrir efnahagshrun og nýir dýrir jeppar voru óvíða jafnmargir miðað við fólksfjölda en hér. Söluhæsti jeppinn með flestar nýskráningar varð Suzuki Grand Vitara (201), annar varð Toyota LandCruiser 150 (123) og Kia Sorento (62). Af BMW X5 voru skráðir 6 bílar, af MMC Pajero 10 bílar og af Audi Q7 voru skráðir 8 bílar en ekki enginn eins og missagt var áður í þessari frétt.(leiðr. gerð kl 11.29 26. 01. 2011)