3,4 milljón bílar innkallaðir

Japönsku bílaframleiðendurnir Toyota, Honda, Mazda og Nissan eru þessa dagana að innkalla um allan heiminn samtals 3,4 milljón bíla vegna galla í loftpúðum.

Loftpúðarnir í öllum þessum bílum eru frá einum og sama framleiðandanum, Takata Corp. Gallinn lýsir sér þannig að loftpúðinn farþegamegin fram í blæs ekki út þegar högg kemur á bílinn eða á það til í besta falli að blása út síðar, jafnvel eftir að árekstur er afstaðinn. Fimm slík tilvik hafa verið skráð í Japan og Bandaríkjunum þar sem Toyotabílar áttu í hlut. Ekki kemur fram í fréttum hvort slys hafi orðið á fólki vegna þessa.

Innköllunin nú nær til rúmlega 1,7 milljón Toyota bíla, 1,1 milljón Honda bíla, 480 þúsund Nissan bíla og 45 þúsund Mazda bíla.