49% aukning í sölu nýrra bíla á Íslandi fyrstu 5 mánuði ársins

The image “http://www.fib.is/myndir/Bilar-teikn.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Bílasala á evrópska efnahagssvæðinu í heild dróst saman um 2,4% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. En sums staðar jókst hún þó og allra mest á Íslandi. Mestur samdráttur varð í Póllandi.
Næst mesta aukningin varð í Lettlandi, 28% og í Danmörku reyndist hún 24%. Aukning varð einnig í Írlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Samtals seldust 6.640.799 nýir fólksbílar á evrópska efnahagssvæðinu á tímabilinu. Hvað einstök bílamerki varðar þá varð hlutfallslega langmest aukning hjá Kia, eða 65%. Einnig bætti General Motors verulega hlut sinn. Á töflunum hér að neðan sést hversu mikill hlutfallslegur vöxtur eða samdráttur varð hjá einstökum vörumerkjum.


The image “http://www.fib.is/myndir/Europasales+.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.