51% vilja tekjutengja sektir fyrir umferðarlagabrot

   Alls svöruðu 702 síðustu spurningunni okkar hér á FÍB vefnum. Hún snerist um viðhorf til þess hvort tekjutengja ætti sektir við umferðarlagabrotum. Gert er ráð fyrir því að það svo verði, í nýju frumvarpi til umferðarlaga sem bíður afgreiðslu á alþingi.

  Rúmlega 40 prósent svarenda lýstu sig mjög sammála því að tekjutengja sektirnar og rúmlega 11 prósent frekar sammála.Mjög andvígir því voru 35 prósent og fremur andvígir voru tæplega 7 prósent. 6,7 prósent svarenda höfðu ekki skoðun á málinu.

 http://www.fib.is/myndir/Tekjutenging.jpg