7. prófunarlota Euro NCAP

Úrslit úr sjöundu árekstrarprófunarlotu Euro NCAP voru kunngerð 2. desember sl. Prófaðir voru 15 bílar af ýmsum tegundum og og gerðum og var árangur þeirra misjafn. Af bílunum 15 náðu 11 fimm stjörnum, tveir náðu fjórum, einn þremur og einn einungis tveimur stjörnum.

http://fib.is/myndir/Benz-GLC.jpg  http://fib.is/myndir/BMW-X1.jpg
 
 http://fib.is/myndir/Benz-GLC.jpg  http://fib.is/myndir/Infiniti-Q30.jpg
 http://fib.is/myndir/Jag-XE.jpg  http://fib.is/myndir/Jag-XF.jpg
 http://fib.is/myndir/OpelAstra.jpg  http://fib.is/myndir/KiaSportage.jpg
 http://fib.is/myndir/KiaOptima.jpg  http://fib.is/myndir/RenaultMegane.jpg
 http://fib.is/myndir/RenaultTalisman.jpg  http://fib.is/myndir/NissanNavara.jpg
 http://fib.is/myndir/BMW-Z4.jpg  http://fib.is/myndir/MiniClubman.jpg
 http://fib.is/myndir/Lancia-Y.jpg  

Flestir bílanna nú eru ýmist með sjálfvirkri neyðarhemlun af einhverju tagi (AEB kerfi) sem staðalbúnaði eða fáanlegir með búnaðinum. Flestir eru einnig ýmist með nýjum sjálfvirkum strekkibúnaði fyrir öryggisbeltin í aftursæti eða eru fáanlegir með þeim honum. Búnaðurinn strekkir á sætisbeltunum áður en yfirvofandi árekstur verður.  Hvorttveggja búnaðurinn var til staðar í öllum bílunum 11 sem hlutu fimm stjörnur Michiel van Ratingen stjórnarformaður Euro NCAP segir að á þeim tæplega tveimur árum sem liðin eru frá því að Euro NCAP hóf að hvetja bílaframleiðendur til að þróa AEB kerfin lengra og setja þau í nýja bíla. Sá árangur hafi síðan náðst að stöðugt fleiri bílaframleiðendur komi til móts við Euro NCAP í þessum efnum og kerfin sjálf verði stöðugt betri og öflugri. Sum þeirra ráði þegar við að „sjá“ gangandi vegfarendur og stöðva bílinn áður en slys verður. Svo öflug AEB kerfi verða frá og með næstu áramótum ein af forsendum þess að bíll geti hlotið fimmtu stjörnuna.  

BMW Z4 er þriðji og síðasti blæjusportbíllinn sem árekstraprófaður hefur verið á þessu ári og jafnframt sá síðasti. Z4 er sá þessara þriggja sportbíla sem lengst hefur verið á markaði og hefur lítið breyst frá því hann kom fyrst fram. Síðasta breytingin var gerð á honum 2013. Hún var minniháttar útlitsbreyting. Bíllinn hefur því ekki mætt þeim breyttu og hertu öryggiskröfum og verklagi sem Euro NCAP hefur innleitt síðustu ár og mánuði og vinnur nú eftir. Í Z4 er t.d. ekkert AEB kerfi né kerfi sem les mið- og kantlínur vega og grípur inn í stjórn okumanns þegar slys er yfirvofandi. Ekkert hraðastjórnkerfi er heldur í bílnum þannig að slíkur búnaður sem fyrirfinnst í öðrum nýjum BMW bílum er ekki til í Z4. Þess vegna gat hann einungis náð þremur stjörnum.

Lancia Ypsilon hlaut einungis tvær stjörnur sem olli vonbrigðum. Það sem helst háir bílnum er ónóg vernd fullorðinna í bílnum og fátæklegur slysavarna- og hjálparbúnaður. Hinn nýi Lancia Ypsilon varpar því miður litlum ljóma á hið fornfræga Lancia merki. Þeir neytendur sem leggja áherslu á öryggið hafa sem betur fer aðra og mun betri og nútímalegri kosti í þeim efnum en Lancia Ypsilon. 

Nákvæmar upplýsingar um frammistöðu bílanna 15 ásamt myndum er að finna á heimasíðuEuro NCAP. Þá erhér að finna myndbönd sem tekin voru við prófanirnar.