828 nýir bílar skráðir það sem af er ári

Frá ársbyrjun og til loka aprílmánaðar voru nýskráðir samtals 828 fólksbílar hér á landi. Af einstökum tegundum voru 139 af  tegundinni Toyota og 133 af tegundinni Chevrolet (GM). Næst kemur svo Hyundai (87 bílar), Volkswagen (73), Suzuki (62), Nisssan (56), Kia (54), Honda (47), Skoda (37) og Mercedes Benz (35).

Í aprílmánuði var 131 bíll skráður sem bílaleigubíll. Algengasta bílategundin af bílaleigubílunum er Hyundai en af þeirri tegund voru 56 bílar skráðir. Þar af voru 15 af gerðinni IX-35, 24 af gerðinni I-30. Næst algengasta bílaleigutegundin er Suzuki (31). Þar af eru 29 Grand Vitara og tveir Swift. Í þriðja sæti á þessum bílaleigulista er svo Toyota með 10 Avensis, 1 Corolla, 1 HiAce, 4 Land Cruiser 150, 2 Verso og 4 Yaris.

Hið sameinaða bílaumboð IH/B&L er söluhæsta bílaumboðið á Íslandi með hinar vinsælu tegundir Hyundai og Nissan o.fl vörumerki. Frá IH/B&L eru 21% nýju bílanna sem skráðir hafa verið á þessu ári. Toyota umboðið sem eingöngu selur Toyotabíla og bíla frá undirmerki Toyota; Lexus, er með 17,8% markaðarins og þétt á hæla Toyota kemur Bílabúð Benna með 17,3%.

Sjá nánar um nýskráningar það sem af er árinu á meðfylgjandi lista:

http://www.fib.is/myndir/Nyskran-Isl-april.jpg