93% gengu yfir gervigangbrautir við Austurbæjarskóla í morgun

Þessi litla skotta þarf líklega að hlaupa yfir þessa þverun á milli bíla á hverjum morgni. Hér er en…
Þessi litla skotta þarf líklega að hlaupa yfir þessa þverun á milli bíla á hverjum morgni. Hér er engin viðvörun (zebra/skilti) fyrir ökumenn um að hér sé þverun / gangbraut.

Í frétt frá Reykjavíkurborg segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar að „Gönguleiðir skólabarna, frá heimili í skóla, í flestum skólum borgarinnar voru kortlagðar með ítarlegum hætti fyrir nokkrum árum. Börnin teiknuðu sjálf inn á kort þær leiðir sem þau ganga og hvar þau þvera götur og voru niðurstöðurnar voru settar inn í gagnagrunn.“ 

Af gefnu tilefni gerði FÍB könnun á gönguleiðum við Austurbæjarskóla fimmtudagsmorguninn 7. september milli kl. 8.00 - 8.20.

Þveranir gangandi vegfarenda voru taldar á gatnamótum Bergþórugötu/Barónsstígs og hinsvegar Bergþórugötu/Vitastígs. Ökutæki voru einnig talin sem fóru um bæði gatnamótin. 30 km hámarshraði er á báðum þessum gatnamótum. 

Það sem vakti athygli okkar er að 93% gangandi vegfarenda gengu yfir gervigangbrautir (engar zebramerkingar né gangbrautarskilti) við þessi tvenn gatnamót við Austurbæjarskóla þennan umrædda morgun.. Aðeins 27 af 174 sem fóru um gatnamót Bergþórugötu/Barónsstígs fóru yfir gangbrautina sem borgin valdi að hafa zebra og gangbrautarskilti. Merkingar gangbrauta hjá borginni sem taka mið af umferðaröryggi náði einungis til 7% gangandi vegfarenda við Austurbæjarskóla í morgun. Allir þurfa að vita sýna stöðu í umferðinni, gangandi jafnt sem akandi, svo fyllsta öryggi sé gætt. Að sjá gangandi vegfarenda á ekki að vera það eina sem gefur ökumanni til kynna að mögulega sé þverun gangandi fyrir framan hann. Því er nauðsynlegt að setja upp zebramerkingar og gangbrautarskilti upp.  Þessi könnun sýnir að ítarleg kortlagning Reykjavíkurborgar fyrir nokkrum árum á gönguleiðum skólabarna við Austurbæjarskóla eiga engan veginn við í dag.

Upphækkanir í kringum barnaskóla eru góðar og gildar og dregur úr hraða þar sem börn eru á ferð en hægt er að gera miklu betur í zebramerkingum og gangbrautarskiltum til að bæta samskiptin milli ökumanna og gangandi. Að auki vantar lýsingu víða við gangbrautir.

Gönguþveranir – Leiðbeiningar frá Vegagerðinni
Innan 30 km/klst. svæða er rétt að merkja gangbraut þar sem umferð akandi, gangandi eða beggja er mikil og þar sem hátt hlutfall gangandi vegfarenda eru börn, eldri eða fatlaðir. Svo sem við helstu gönguleiðir skólabarna og við íbúðir aldraðra

 Gangbrautarskilti D02.11 skal vera báðum megin gangbrautar og skiltið þannig að það sé með mynd á
 Gangbraut skal merkt með hvítum samhliða röndum langsum á götu. Lengd randanna (breidd gangbrautar) er samræmi við fjölda gangandi, þó að lágmarki 2,5 m.
 Yfirborðsmerkingar eiga að vera skýrar, málaðar, massaðar eða lagðar með steinum/hellum.

Hér að neðan má lesa könnunina.  

Gatnamót Bergþórugötu/Barónstígs milli kl. 8 - 8.20

178 ökutæki fóru um gatnamótin.
174 sinnum var gengið yfir þverun á gatnamótunum. ( 4 þveranir. ) 
147 sinnum var þverað götu þar sem engin gangbraut né gangbrautarskilti. ( 3 þveranir ) 
27 sinnum var þverað götu með gangbraut og gangbrautarskilti. ( 1 þverun ) 
 

 Hægt er að smella á mynd til að stækka. 

  

 

 Gatnamót Bergþórugötu/Vitastígs milli kl. 8 - 8.20

144 ökutæki fóru um gatnamótin.
219 sinnum var þverað götu þar sem engin gangbraut né gangbrautarskilti. ( 3 þveranir ) 
Engin gangbraut né gangbrautarskilti er við gatnamótin.

 

Hægt er að smella á mynd til að stækka. 

 

 

 

 

Merki þetta er notað við gangbraut og skal vera báðum megin akbrautar. Ef eyja er á akbraut má merkið einnig vera þar.