Að ýmsu að hyggja við kaup á nýjum eða notuðum bíl

Eins og flestir hafa reynt eru töluverðar fjárhæðir í húfi þegar þegar ákvörðun hefur verið tekin um kaup á nýjum  bíl. Í þessum viðskiptum er mikilvægt að vanda bæði valið og reyna að komast að samkomulagi um sem best kjör. Ef kaupandinn tekur sér góðan tíma og skoðar þá möguleika sem í boði eru er oft hægt að fá afslátt eða kaupauka.

 Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í uppfjöllun í Morgunblaðinu um bílakaup. Töluverður samdráttur hefur átt sér stað í sölu á nýjum bílum fyrstu mánuði þessa árs. Ótryggt ástand í efnahagsmálum er talin megin ástæða fyrir dvínandi bílasölu og hún rétti ekki úr kútnum fyrr en skrifað hefur verið undir nýja kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði.

 Í viðtali við Morgunblaðið segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, að áður en tekin sé ákvörðun um kaup á nýjum eða notuðum bíl þurfi að fara yfir þarfir og væntingar varðandi nýja bílinn. og hvernig á að fjármagna kaupin.

 ,,Það borgar sig að gera greiðsluáætlun og bera saman lánamöguleika á markaði, en eins ætti að vega og meta hvaða orkugjafi hentar best: bensín, dísil, rafmagn eða jafnvel metan og vetni.Endursöluverðið kemur líka inn í myndina enda standa ekki allir framleiðendur jafnfætis þegar kemur að afföllum og hversu auðvelt er að koma notuðum bílum í verð,“ segir Runólfur.

 Hann bendir ennfremur á að með nýjum bíl fylgir lögbundin tveggja ára ábyrgð.Nokkur bílaumboð bjóða upp á þriggja, fimm eða sjö ára ábyrgð sem háð er skilmálum og þjónustueftirliti. Þjónustuskoðanir kosta það sama fyrir nýjan bíl og notaðan en notkun og aldur hafa áhrif á reksturs- og viðgerðarkostnað. Viðgerðir verða tíðari og umfangsmeiri með aukinni notkun og líftíma ökutækis og þegar nýr bíll er keyptur þá hefur eigandinn raunverulegar upplýsingar um allt viðhald og þjónustu við bílinn frá upphafi.

 Runólfur minnir á sá kostur fylgi nýjum bílum að öryggisbúnaður batnar ár frá ári. Nýr öryggisbúnaður er stöðugt í þróun og nýir bílar auka öryggi ökumanna og farþega í slysum. Á síðustu árum hefur öryggispúðum fjölgað, hemlar eru með læsivörn, skrikvörn er staðalbúnaður og síðan hafa verið að bætast við árekstra- og akreinavarar. Bílar í dag koma útbúnir öllum mögulegum virkum öryggisbúnaði sem skila auknu öryggi og draga úr alvarlegum afleiðingum umferðarslysa

.Það saki aldrei að biðja um afslátt, og kaupendur verði líka að gæta þess að sýna ekki höndina sína. Það verður ekki auðvelt að semja ef kaupandinn kemur beint inn á gólf hjá bílaumboðinu og segir engan annan bíl koma til greina. Að sögn Runólfs er ekki óalgengt að hægt sé að semja um allt að 3% afslátt frá listaverði.Samkeppnin á milli umboða og við aðra innflytjendur nýrra bíla hefur harðnað og sum umboðin eru farin að bjóða þjónustuskoðun fyrstu tvö árin sem hluta af kaupverði bílsins.