Aðalfundur Bílgreinasambandsins

Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fimmtudaginn 11. apríl nk. og hefst kl. 15.00. Fundarsalur: Hylur, 1. hæð.

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar bornir upp til samþykktar
  3. Kosning formanns
  4. Kosning stjórnar og varamanna
  5. Lagabreytingar (ef við á)
  6. Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður boðið upp á léttar veitingar og mun Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka flytja erindi um stöðu efnahagsmála. Mun hann fara um víðan völl eins og honum einum er lagið, og leitast við að útskýra hvað hefur gengið á, hver staðan er núna, og hvað er framundan. Ekki má svo gleyma blessaðri krónunni!

Tvö ár eru síðan formaður var kosinn síðast og því þarf að kjósa um formann að nýju núna.

Að þessu sinni verður kosið um 4 aðalmenn í stjórn og 2 varamenn, en Einar Sigurðsson (þjónustusvið) og Skúli Skúlason (sölusvið) voru kosnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi og sitja því áfram í stjórn:

  • Bjarni Benediktsson, sölusvið, býður sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu
  • Friðbert Friðbertsson, sölusvið, hættir og því vantar nýjan fulltrúa frá sölusviði inn í stjórn
  • Áskell Gíslason, þjónustusvið, býður sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu
  • Baldur Davíðsson, þjónustusvið, býður sig fram til áframahaldandi stjórnarsetu

Einnig skal ár hvert kjósa tvo varamenn í stjórn. Benedikt Eyjólfsson er varamaður af hálfu sölusviðs og gefur hann kost á sér áfram. Guðmundur Ingi Skúlason er varamaður af hálfu þjónustusviðs og gefur hann einnig kost á sér til áfram.

Við hvetjum fólk til að bjóða fram starfskrafta sína til formennsku, og til stjórnarsetu bæði sem aðalmenn og sem varamenn. Framboð tilkynnist á netfangiðbgs@bgs.is

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst – skráning er HÉR