Aðhald og eftirlit er lykillinn að því að lagfæra fákeppni og verðlag hér á landi

Aðhald og eftirlit er lykillinn að því að lagfæra fákeppni og verðlag hér á landi. Í Danmörku sé samkomulag milli yfirvalda og samtaka olíusöluaðila um gegnsætt verðlag sem fylgi heimsmarkaðsverði. Einhverjar benda á að við getum ekki alltaf verið að fylgja einhverjum heimsmarkaði. Skipin koma og fara, þau koma kannski óreglulega hingað og svo framvegis. En það er ekki málið. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Runólfs Ólfssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í morgunútvarpi á Rás 2.

,,Það er búið að selja olíu til dæmis til sjávarútvegsins með þessum hætti í áratugi, þetta er nákvæmlega það sama og er að gerast með olíuverð á markaði. Hér er mjög stór birgi og nánast öll olíufélögin eru að kaupa af sama aðila, Equinor í Noregi sem áður hét Statoil. Equinor eigi sínar birgðir eftir sem áður, en afgreiðsluverðið miði við heimsmarkaðsverð á hverjum tíma. Oftar en ekki séu olíufélögin því með lítið annað en birgðarnar á bensínstöðvunum. Engin rök þess efnis að við getum ekki gert það sama hér á landi haldi því vatni,“ segir Runólfur.

Eðlilegt að fjármálaeftirlitið hefði virkt eftirlit með söluverði á olíu

Runólfur telur eðlilegt að fjármálaeftirlitið, sem heyrir undir Seðlabanka Íslands, hefði virkt eftirlit með söluverði á olíu.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir álögur á bílaeigendur hafa hækkað meira um áramót en það sem nemur verðlagshækkunum. Þá sé til dæmis nýtt fimm prósenta vörugjald á alla bíla, sem leggst einnig á rafbíla. Það sé einnig verið að draga úr virðisaukaskattaívilnunum á rafbíla.

„Sem auðvitað var eyrnamerkt því að menn væru að fara í orkuskipti í samgöngum, sem er nú hluti af áætlun stjórnvalda til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Bifreiðagjaldið hækkar allhressilega á alla bíla og það er svona skattur sem er bara mjög vondur skattur. Því það skiptir ekki máli hvort þú ekur bílnum þínum þúsund kílómetra eða hundrað þúsund kílómetra, á ári, þú borgar sama bifreiðagjaldið. Samt er þetta eyrnamerkt að hluta vegna koltvísýringslosunar og svo framvegis,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í morgunútvarpi Rásar 2.

Viðtalið við Runólf Ólafsson í heild sinni á nálgast hér.