Ægisgatan öll orðin aðalbraut

http://www.fib.is/myndir/Stop.jpg

Í gær var umferð um Vesturgötu í Reykjavík breytt þannig að nú á Ægisgatan umferðarforgang á Vesturgötuna sem orðin er einstefnugata frá Ægisgötu niður að horni Garðastrætis. Bílar sem koma neðan úr bæ – úr Aðalstrætinu eða Grófinni og aka tl vesturs upp Vesturgötu mega nú ekki fara lengra eftir götunni en að Garðastrætinu þar sem þeir verða að beygja til vinstri inn á Garðastrætið.

Vesturgatan sem áður átti umferðarforgang gagnvart Ægisgötu á hann ekki lengur og þurfa bílar sem aka til austurs, í átt að Miðbænum, að stansa fyrir umferð á Ægisgötunni. Stöðvunarskylda er nú við Ægisgötuna fyrir bíla sem aka eftir Vesturgötunni í átt að Miðbænum..

Ljósmyndari FÍB fréttavefsins tók í morgun myndirnar sem fylgja þessari frétt og það var greinilegt að varla nokkur þeirra ökumanna sem óku Vesturgötuna til austurs sinnti hinni nýju stöðvunarskyldu við Ægisgötuna. Meðan ljósmyndari staldraði þarna við virtist þetta ökulag og athugunarleysi þó ekki koma að sök, því að langflestir sem óku Ægisgötuna tóku heldur ekkert eftir því að stöðvunarskiltin við Vesturgötuna voru horfin og að þeir ættu umferðarforganginn.
http://www.fib.is/myndir/Innakbann.jpg
Nú er einstefna til austurs á Vesturgötunni frá Ægisgötu að Garðastræti. Akstur til vesturs frá Garðastræti er bannaður.

http://www.fib.is/myndir/Skodisinnirekki.jpg
Ökumaður Skodans ekur hiklaust framhjá stöðvunarskyldumerkinu og ökumaður jeppans sem á forganginn hikar.