Ágreiningur um uppgjör vegna Vaðlaheiðarganga

Ágreiningur um uppgjör vegna gerðar Vaðlaheiðarganga er kominn upp á milli verkkaupans, Vaðlaheiðarganga hf., og verktakans, Ósafls hf. Dótturfélags ÍAV. Ósafl gerir kröfur um þriggja milljarða kröfur á Vaðlaheiðargöng samkvæmt umfjöllun í Morgunblaðinu um málið. Samkvæmt heimildum blaðsins er líkur taldar á að Vaðlaheiðargöng hf. geri gagnkröfur á Ósafl vegna tafa á verklokum.

Fram kemur í umfjölluninni að stærsta krafa Ósafls er vegna leika heits vatns í göngunum sem er upp á meira en tvo milljarða. Samtals nema kröfur Ósafls þremur milljörðum króna samkvæmt heimildum blaðsins. Samkvæmt sömu heimildum eru Vaðlaheiðargöng hf. reiðubúin að greiða Ósafli einn milljarð króna í bætur svo mikið ber því á milli deiluaðila.

Sáttarnefnd hefur verið að störfum vegna deilna félaganna tveggja en ekki liggur fyrir niðurstaða hennar í málinu eða þau muni una niðurstöðu hennar. Ef sátt fæst ekki er ekki útilokað að fara dómsleiðina.

Íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála en ríkið sjálft er ekki aðili að þessari deilu því um einkaframkvæmd er að ræða. Hagsmunir íslenska ríkisins eru töluverðir samt sem í tvígang hefur lánað fjármuni sem nema tæpum 13,5 milljörðum króna. Ekki er talið útilokað að ríkið þurfi að lána enn frekar til að ljúka framkvæmdum og uppgjöri aðila í milli.