Álagning á bensínið nú í hæstu hæðum

Álagning olíufélaganna á bensín er verulega há um þessar mundir. Það sem af er maímánuði  er hún 6-7 krónum yfir meðalálagningu síðustu ára að teknu tilliti til vísitölu neysluverðs og gengis dollars gagnvart krónunni.

Bifreiðaeldsneytið hefur farið lækkandi á heimsmarkaði að undanförnu sem betur fer. Í aprílmánuði sl. var meðal-heimsmarkaðsverðið yfir 111,5 ísl. kr. lítrinn en tók þá að lækka talsvert hratt og hefur verið það sem af er maímánuði í kring um 97 kr. lítrinn að meðaltali. Lækkanirnar hafa vissulega skilað sér í lækkandi bensínverði en ekki jafn mikið og ætla mætti vegna hærri álagningarprósentu olíufélaganna.