Álagning olíufélaganna á bensín tíu krónum hærra á lítra en í upphafi árs

Samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, er álagning olíufélaganna á bensín tíu krónum hærra á lítra en í upphafi árs. Það er nú fimm krónum hærri en meðalálagning ársins. Þetta kemur fram á ruv.is en þar segir einnig að meðalálagning það sem af er þessum mánuði sé fimm krónum hærri en í október.

Lækkun á verði hér á landi heldur ekki í við lækkun á hráolíuverði á heimsmarkaði, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, á ruv.is.

„Það sem við höfum gagnrýnt er að hér er fákeppnin með þeim hætti að það sér enginn tækifæri í því þegar heimsverðið lækkar,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.

,,Hefð sé fyrir því hér á landi að verðhækkanir á bensíni skili sér hraðar og betur en verðlækkanir til lengri tíma litið. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta að félögin lækkuðu verðið,“ segir Runólfur Ólafsson.

Nánari umfjöllun á ruv.is má nálgast hér.