Álagningin enn í hærra lagi miðað við sögulegt meðaltal

Álagning olíufélaganna er enn í hærra lagi miðað við sögulegt meðaltal. Í apríl í heild sé álagningin um tíu krónum yfir sögulegri meðalálagningu félaganna. Lækkun olíuverðs skila sér hægt til neytenda og það getur verið ákveðin freisting í því að halda hærra lítraverði á móti minnkandi umsvifum. Þetta er þess sem meðal kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeiegenda, FÍB, í Viðskiptablaðinu og bætir við að það getur verið ákveðin freisting í því að halda hærra lítraverði á móti minnkandi umsvifum.

Raketta á leiðinni upp en fjöður á leiðinni niður

Runóflur bendir á að á Norðurlöndunum skili lækkun á heimsmarkaðsverði á olíuverð alla jafna mun hraðar en hér á landi. Runólfur vísar til niðurstöðu skýrslu Samkeppniseftirlitsins á olíumarkaðnum. Þar hafi niðurstaðan verið að verðhækkanir heimsmarkaði á olíu skiluðu sér eins og raketta í verðhækkunum á bensínstöðvum. Þegar olíuverð lækki minni lækkunarferlið hér á landi fremur á fjöður að svífa til jarðar. 

,,Bensín sé sérstök vara þar sem um 65% af bensínlítranum sitji eftir hjá ríkinu í formi skatta og gjalda en afgangurinn skiptist á milli innkaupaverðs og álagningar olíufélaganna,” segir Runólfur.

,,Í stað þess að bregðast við minni eldsneytissölu með aukinni álagningu hvetur hann félögin fremur til að hagræða. Það séu viðbrögð sem tíðkist í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Til að mynda mætti hugsa sér að loka óarðbærum bensínstöðvum,” segir Runólfur Ólafsson