Allt að 42% minni umferð á Hringvegi en á sama tíma í fyrra

Það sem af er mars hefur umferðin á Hringveginum dregist saman um 20-25 prósent. Allt upp í 42 prósent þar sem mest er. Fram kemur hjá Vegagerðinni að um ræði  samdrátt sem skýrist auðvitað að mestu af Covid-19 og snarfækkun ferðamanna en telja verður líka líklegt að slæmt veður undanfarnar vikur spili líka inn í. Þannig leggst allt á eitt. Þetta er mun meiri samdráttur en á höfuðborgarsvæðinu eða um tvöfalt meiri. 

Umferðin á Hringveginum hefur samtals dregist saman um tæp 20%, þegar öll mælisnið eru tekin með.  Ef hins vegar mælisniðið við Úlfarsfell er undanskilið fer samdrátturinn upp í 25%. Þessi samdráttur samsvarar um rúmlega einu prósentustigi á dag, meðan samdrátturinn á höfuðborgarsvæðinu nemur hálfu prósentustigi. Umferðin dregst því tvöfalt hraðar saman á Hringvegi utan höfuðborgarsvæðis en innan þess.


Þótt bæði 16 lykilteljarar á Hringvegi og 3 lykilmælisnið á höfuðborgarsvæðinu sýni góða fylgni við umsvif í þjóðarbúinu (hagvöxt/landsframleiðslu) þá sýna lykilteljarar á höfuðborgarsvæðinu mun betri fylgni.  Það mætti því segja, miðað við stöðuna fyrir helgi, að hagkerfið sé að kólna um 0,5% á dag. 

Ætlunin er að gera næstu samantekt á höfuðborgarsvæðinu á morgun miðvikudag. Líklegt má búast við auknum samdrætti með hertara samkomubanni og þeirri staðreynd að afar fáir ferðamenn eru enn í landinu.

 

Taflan sýnir umferðina 1.-23. mars hvort ár, fjöldi bíla um lykilteljara samanlagt.

Staðsetning á Hringvegi 

2019 

2020 

 Samdráttur í %

Mýrdalssandur

  28.572 

  16.653 

- 41,7 % 

Vestan Hvolsvallar

  80.312 

  57.772 

- 28,1 % 

Á Hellisheiði

191.962 

145.599 

- 24,2 % 

Á Geithálsi

267.200

211.713 

- 20,8 % 

Við Úlfarsfell 

728.021 

636.578 

- 12,6 % 

Um Hvalfjarðargöng

156.738 

121.062 

- 22,8 % 

Við Hafnarfjall 

  97.279 

  71.037 

- 27,0 % 

Á Holtavörðuheiði 

  27.593 

  18.108 

- 34,4 % 

Við Gljúfurá  

  28.447 

  19.310 

- 32,1 % 

Í Öxnadal 

  24.679 

  17.934 

- 27,3 % 

Í Kræklingahlíð 

  71.451 

  52.695

- 26,3 % 

Á Mývatnsheiði 

  12.368

    9.107

- 26,4 % 

Á Mývatnsöræfum 

     7.577 

    4.452 

- 41,2 % 

Á Möðrudalsöræfum 

     7.004

    4.362 

- 37,7 % 

Á Fagradal 

   23.242

  18.877 

- 18,8 % 

Við Hvalnes í Lóni 

     6.090

    4.238 

- 30,4 % 

 Samtals

1.758.535 

1.409.497 

- 19,8 %