Alþjóðlegu vegaöryggis nýsköpunarverðlaunin 2020

Sænsk stjórnvöld voru í gær sæmd hinum eftirsóttu alþjóðlegu iRAP nýsköpunarverðlaunum.  Alþjóðlegu vegaöryggissamtökin iRAP eru móðursamtök EuroRAP sem hefur allt frá árinu 2005 tekið út öryggi íslenskra vega. 

Verðlaunin eru veitt vegna frumkvæðis við hönnun og þróun 2+1 vega með víravegriði til aðgreiningar á akstursstefnum. Uppbygging 2+1 vega hefur dregið verulega úr alvarlegum framanákeyrslum og skilað helmingsfækkun í fjölda látinna og alvarlega slasaðra í Svíþjóð og mörgum öðrum löndum sem notast við þessa hönnun vega.

2 + 1 veghönnunin felur í sér tvær akreinar í eina átt og eina akrein í gagnstæða átt með aðskilnaði í miðju. Hönnunin dregur verulega úr hættu á framaná árekstrum og eykur öryggi við framúrakstur sérstaklega á vegum með hærri hámarkshraða.

Lina Konstantinopoulou, framkvæmdastjóri EuroRAP afhenti Tomas Eneroth innanríkisráðherra Svíþjóðar iRAP nýsköpunarverðlaunin í Stokkhólmi á  vinnustofu iRAP um nýsköpun í öryggismálum umferðarinnar.  Lina Konstantinopoulou, framkvæmdastjóri EuroRAP afhenti Tomas Eneroth innanríkisráðherra Svíþjóðar iRAP nýsköpunarverðlaunin í Stokkhólmi á  vinnustofu iRAP um nýsköpun í öryggismálum umferðarinnar.

Vinnustofan er haldin samhliða þriðju alþjóðlegu ráðherraráðstefnunni um umferðaröryggi sem hefst í Stokkhólmi á morgun.

 

Mynd: Lina Konstantinopoulou, framkvæmdastjóri EuroRAP sést hér afhenda Tomas Eneroth innanríkisráðherra Svíþjóðar iRAP nýsköpunarverðlaunin í Stokkhólmi í dag.