Alvarleg atvik þar sem loftpúðar hafa ekki blásið út

Sett hefur verið af stað rannsókn í Bandaríkjunum vegna alvarlegra atvika sem upp hafa komið í bílum frá Hyundai og Kía þar sem loftpúðar í umræddum bílum hafa ekki blásið út. Bandaríska umferðarstofan sem stendur að rannsókninni hefur fengið inn á borð til sín nokkur tilvik þar sem loftpúðar hafa ekki virkað sem skildi og hafa nokkrir látið lífið af þessum sökum.

Rannsókn er á frumstigi en svo virðist sem bilun í stýrikerfi loftpúðans hafi ollið því að púðarnir afa ekki blásið upp. Forsvarsmenn Hyundai gripu til þess ráðs að innkalla yfir 150 þúsund Hyundai Sonata bifreiðar sem framleiddir voru á árunum 2009-2010 í Bandaríkjunum.

Kía verksmiðjurnar hafa hins vegar ekkert tjáð sig um málið til þessa.