Fréttir

Síðasti gamaldags Landróverinn

Síðasti gamaldags Landróverinn – Land Rover Defender - rann af færibandinu í Solihull verksmiðjunni í Bretlandi á föstudaginn var, þann 29. janúar. Þar með lauk lengstu samfelldu – 68 ára - fjöldaframleiðslusögu eins sama bílsins. Síðasti Landróverinn á föstudaginn fór ekki á götuna heldur var ekið beint á safn.