Fréttir

Mest ekið á miðvikudögum en minnst á sunnudögum

Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp þrjú prósent í mars sem er mun minni aukning en undanfarin ár. Í fyrra nam aukningin nærri 15 prósentum. Reikna má með að umferðin aukist í ár um 2-4 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Volvo sópar áfram til sín verðlaunum

Volvo heldur áfram að sópa til sín verðlaunum en nú hefur Volvo jeppinn XC60 verið útnefndur heimsbíll ársins 2018. Þetta var kunngert á hinni árlegu bílasýningu í New York sem hófst um páskana. Volvo XC40 var valinn bíll ársins í Evrópu á bílasýningunni sem haldin var fyrir skemmstu í Genf í Sviss. Þessar útnefningar eru því mikil viðurkenning fyrir framleiðslu Volvo.