Fréttir

Fjórum sinnum meiri samdráttur en áður hefur mælst

Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni dróst umferðin í ágústmánuði á Hringveginum saman um 12 prósent miðað við umferð í sama mánuði í fyrra. Ekki hefur áður mælst viðlíka samdráttur í umferði í ágúst en þetta er ríflega fjórum sinnum meiri samdráttur en áður hefur mælst mestur. Útlit er fyrir að umferðin dragist saman um 12 prósent í ár sem er gríðalega mikill samdráttur á milli ára.

Nýskráningar fólksbíla í ágúst voru 581

Nú liggja fyrir sölutölur í ágúst og kemur þar fram að að nýskráningar á fólksbílum voru 581 sem er um 27,7% minni sala en í sama mánuði í fyrra. Alls hafa á fyrstu átta mánuðum ársins selst 6254 nýir fólksbílar. Það er um 31,4% færri bílar yfir sama tímabil ársins 2019.

Heilsársdekk koma ekki vel út á hálum og þurrum vegum

Í könnun á heilsársdekkjum sem Félag danskra bifreiðaeigenda, FDM, vann kemur í ljós að heilsársdekk hafa bæði góða og slæma kosti. Gæði heilsársdekkja hafa aukist síðastliðin ár og þau geta reynst ágætlega við vissar aðstæður en miður við aðrar. Engin vafi leikur á því að þau eru ekki eins og góð og sumar- og vetrardekk. Þetta er það sem kom fram í prófum FDM þar sem notast var við sjö mismundandi 17 tommu heilsárdekk 235/55.