Fréttir

Varasamt ástand vega í Reykhólasveit og Dölum

Ástand Vestfjarðavegar (60) í Reykhólasveit og Dalabyggð er afar bágt eins og áður hefur komið fram að í tilkynningum Vegagerðarinnar. Slitlag hefur farið mjög illa og hefur burðarlag gefið sig á löngum köflum. Það veldur því að stórir kögglar í slitlagi hafa losnað og við það skapast mjög hættulegar aðstæður fyrir ökumenn.

Ný reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra

Um­ferðar­skilti sem tákna lág­marks­hraða, um­ferðartaf­ir, göngu­göt­ur og hjól­arein­ar eru meðal þeirra rúm­lega fjöru­tíu skilta sem verða tek­in í notk­un, auk sér­stakra um­ferðarljósa fyr­ir hjólandi veg­far­end­ur.

Umferðin aldrei mælst meiri í febrúar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,7 prósent í febrúar. Aldrei hefur mælst meiri umferð í febrúar. Frá áramótum hefur umferðin aukist um rúm fimm prósent að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Hreinsun gatna á stofnæðum hófst síðastliðna nótt

Með hækkandi sól fer af stað hreinsun gatna og stíga á höfuðborgarsvæðinu. Hreinsun gatna á stofnæðum á höfuðborgarsvæðinu hófst síðastliðna nótt. Áfram verður haldið á næstu dögum á meðan áfram er milt í veðri eins og veðurspár gera reyndar ráð fyrir.

Aldrei mælst meiri umferð á Hringvegi í febrúar

Umferðin heldur áfram að slá eigin met á Hringveginum. Umferðin í febrúar um 16 lykilsnið Vegagerðarinnar jókst um tæplega 12 prósent. Aldrei áður hefur mælst meiri umferð í febrúar. Athygli vekur að það er umferðin um Suðurland sem eykst mest að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.